Forvarnir í fyrirtækjarekstri Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:00 Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun