Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Ríkisstjórnin hefði aðeins þrjátíu þingmenn á bakvið sig yrðu úrslit alþingiskosninga hinn 25. september í takti við nýja könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. alþingi Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira