Kostis var af sjaldgæfri tegund munksela en talið er að færri en sjö hundruð séu eftir í hinni villtu náttúru, sem flestir dvelja í grennd við Grikkland. BBC greinir frá.
Kostis var einn af þeim en hann varð afar frægur eftir að sjómaður að nafni Kostis bjargaði honum í miklu óveðri. Varð hann táknmynd eyjunnar Alonissos, en samtök sem hugsuðu um Kostis er hann var kópur segja að hann hafi verið drepinn af stuttu færi með spjótbyssu.
Óska samtökun eftir því að þeir sem veitt geti upplýsingar um þann sem framdi þennan verknað að stíga fram. Þau hyggist kæra þann sem drap Kostis umsvifalaust, er haldgóðar upplýsingar berist.
Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2019, þar sem fjallað var um Kostis.