Handbolti.is greinir frá félagsskiptunum en Hablouti er rétthent skytta sem er 194 sentímetrar að hæð og 92 kíló. Hann er með franskt ríkisfang en hefur leikið á stórmótum með landsliði Túnis.
Hann kemur til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en hann var leystur undan samningi hjá franska félaginu eftir að það féll úr efstu deild í vor. Tímabilið síðasta var hans eina með liðinu en hann lék áður með Pontault í næst efstu deild Frakklands frá 2018 til 2020.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.