Nokkuð rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt samkvæmt dagbók hennar.
Þó var tilkynnt um eitt innbrot í bíl upp úr miðnætti á svæði lögreglustöðvar eitt.
Þá var einnig tilkynnt um tvö slys í Breiðholti, annars vegar umferðaróhapp og hins vegar reiðhjólaslys. Reiðhjólamaður hafði fallið í jörðina og var fluttur á slysadeild til skoðunar.