Forsetinn þakkar heilsugæslunni en segir verk að vinna í baráttu við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2021 10:47 Guðni Th. Jóhannesson forseti þakkar starfsfólki Heilsugæslunnar fyrir vel unnin störf í bólusetningarátakinu. Vísir/Vilhelm „Kæru vinir. Bólusetningu vegna heimsfaraldurs er núna lokið í bili. Sú aðgerð tókst með eindæmum vel, meðal annars vegna þess að landsmenn áttuðu sig vel á nauðsyn þess að grípa til varna af því tagi.“ Svona hefst bréf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bréfið var sent í gær en birtist á Facebook-síðu Heilsugæslunnar í dag. Það er stílað á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilusgæslunnar, Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra, og Heilsugæsluna alla. Þar segir að áhuga landans á að þiggja bólusetningu megi þakka skilaboðum sérfræðinga, trúverðugleika þeirra og fumlausri framgöngu. „En bólusetningaráætlun okkar heppnaðist ekki síður vel vegna þess að starfsfólk á vettvangi vann sín verk af stakri samviskusemi og þekkingu, lipurð og hlýju.“ Fyrir hönd íbúa landsins færir forsetinn öllu því fólki sem komið hefur að bólusetningu vegna farsóttarinnar með einhverjum hætti, innilegar þakkir og hlýjar kveðjur og segir að án starfsliðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi hefði ekki náðst jafn góður árangur í baráttunni við veiruna sem raun ber vitni. „Enn þurfum við að hafa varann á. Enn er verk að vinna. En gott gengi hingað til má blása okkur bjartsýni í brjóst. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Svona hefst bréf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bréfið var sent í gær en birtist á Facebook-síðu Heilsugæslunnar í dag. Það er stílað á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilusgæslunnar, Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra, og Heilsugæsluna alla. Þar segir að áhuga landans á að þiggja bólusetningu megi þakka skilaboðum sérfræðinga, trúverðugleika þeirra og fumlausri framgöngu. „En bólusetningaráætlun okkar heppnaðist ekki síður vel vegna þess að starfsfólk á vettvangi vann sín verk af stakri samviskusemi og þekkingu, lipurð og hlýju.“ Fyrir hönd íbúa landsins færir forsetinn öllu því fólki sem komið hefur að bólusetningu vegna farsóttarinnar með einhverjum hætti, innilegar þakkir og hlýjar kveðjur og segir að án starfsliðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi hefði ekki náðst jafn góður árangur í baráttunni við veiruna sem raun ber vitni. „Enn þurfum við að hafa varann á. Enn er verk að vinna. En gott gengi hingað til má blása okkur bjartsýni í brjóst. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira