„Sindri, fokking skammastu þín“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 12:01 Ósvald Jarl Traustason lenti í hörkutæklingu frá Sindra Snæ Magnússyni í Breiðholti í gærkvöld. Sindri fékk gult spjald fyrir brotið. Stöð 2 Sport „Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla. „Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0. Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti „Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar. Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang. Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann „Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar. „Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni. Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27 „Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0. Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti „Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar. Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang. Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann „Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar. „Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni. Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27 „Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27
„Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti