Lögreglan mátti ekki vísa georgískum tannlækni úr landi Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 18:14 Lögreglan á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa georgískum ferðamanni úr landi úr gildi. Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira
Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira