Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2021 17:02 Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. Félagsdómurinn reiknaði út árslaun mannanna og samsvarar greiðslan þeim. Þeir fengu engan uppsagnarfrest eða starfslokagreiðslur þegar þeim var sagt upp fyrir tveimur árum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok árs 2019 og var skipstjóri þess handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan stöndum Namibíu. Fyrr í ár var kyrrsetningunni aflétt og hefur togarinn nú verið seldur. Sjómennirnir sóttust einnig eftir að fá greiddar bætur fyrir tapaðan aflahlut og húsnæðisstyrk en félagsdómarinn varð ekki við því. Namibíski fjölmiðillinn New Era greinir frá. Dómurinn var kveðinn upp þann 24. júní síðastliðinn og verður ArcticNam að vera búið að greiða út bæturnar fyrir 30. júlí. Virgilio De Sousa, stjórnarformaður í ArcticNam, segir í samtali við New Era að félagið sé meðvitað um dóminn og styðji hann fullkomlega. Hann sagði þá að félagið væri í smá klemmu eins og er þar sem það væri að reyna að gera Samherjamenn ábyrga fyrir því hvernig haldið var á starfsemi félagsins. Hann segir ekki mikið fara fyrir Samherja í dag og að fyrirtækið hafi á sínum tíma „blóðmjólkað“ félagið. „Svo kom í ljós að þeir voru tengdir Fishrot-skandalnum,“ sagði De Sousa. Stjórn félagsins kemur saman í vikunni til að ræða dóminn og vandamál sem hafa komið upp síðustu ár. Fulltrúar Samherja munu sitja þann fund, að sögn De Sousa. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Félagsdómurinn reiknaði út árslaun mannanna og samsvarar greiðslan þeim. Þeir fengu engan uppsagnarfrest eða starfslokagreiðslur þegar þeim var sagt upp fyrir tveimur árum. Togarinn Heinaste var kyrrsettur í lok árs 2019 og var skipstjóri þess handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða á hrygningarsvæði undan stöndum Namibíu. Fyrr í ár var kyrrsetningunni aflétt og hefur togarinn nú verið seldur. Sjómennirnir sóttust einnig eftir að fá greiddar bætur fyrir tapaðan aflahlut og húsnæðisstyrk en félagsdómarinn varð ekki við því. Namibíski fjölmiðillinn New Era greinir frá. Dómurinn var kveðinn upp þann 24. júní síðastliðinn og verður ArcticNam að vera búið að greiða út bæturnar fyrir 30. júlí. Virgilio De Sousa, stjórnarformaður í ArcticNam, segir í samtali við New Era að félagið sé meðvitað um dóminn og styðji hann fullkomlega. Hann sagði þá að félagið væri í smá klemmu eins og er þar sem það væri að reyna að gera Samherjamenn ábyrga fyrir því hvernig haldið var á starfsemi félagsins. Hann segir ekki mikið fara fyrir Samherja í dag og að fyrirtækið hafi á sínum tíma „blóðmjólkað“ félagið. „Svo kom í ljós að þeir voru tengdir Fishrot-skandalnum,“ sagði De Sousa. Stjórn félagsins kemur saman í vikunni til að ræða dóminn og vandamál sem hafa komið upp síðustu ár. Fulltrúar Samherja munu sitja þann fund, að sögn De Sousa.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09 Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. 8. desember 2020 09:09
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins. 3. desember 2020 16:05