„Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 16:49 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Daniel Leal-Olivas Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. Í ræðu forsætisráðherrans sagði hann að faraldrinum væri ekki lokið. Hvatti hann fólk til að viðhalda persónubundnum sóttvörnum og að láta bólusetja sig. Fjöldi nýsmitaðra á Bretlandseyjum hefur aukist töluvert á undanförnum mánuði og er talan að nálgast þrjátíu þúsund á dag. Johnson sagði mögulegt að talan væri komin í fimmtíu þúsund fyrir 19. júlí, eins og fram kemur í frétt Sky News. Prime Minister Boris Johnson says "there could be 50,000 cases detected per day by July 19" and that "we must reconcile ourselves to more deaths from COVID".Latest on #COVID19: https://t.co/rJgx7rgyKC pic.twitter.com/yE7WrWWgwi— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Umfangsmiklar bólusetningar hafa þó fækkað tilfellum alvarlegra veikinda og dauðsföllum verulega. Heilt yfir hafa 33,7 milljónir Breta fengið tvo skammta bóluefnis og 45,4 milljónir hafa fengið einn skammt. Þrátt fyrir það hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi undanfarna daga. Innlagnir eru þó um tíu sinnum færri en þær voru síðast þegar fjöldi nýsmitaðra dag frá degi var á svipuðum slóðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Johnsons er að grípa til er að fella niður alla grímuskyldu, fella niður fjöldatakmarkanir sem snúa að fyrirtækjum, tónleikum og annars konar viðburðum, auk þess að gera eigendum alls konar fyrirtækja að opna á nýjan leik. Þar eru næturklúbbar meðtaldir. BREAKING: Prime Minister Boris Johnson says the government plans to remove all legal limits on the numbers meeting indoors and outdoors from 19 July, and all remaining businesses, including nightclubs, will be allowed to open.Follow live: https://t.co/HZed9S8ylv pic.twitter.com/jyY8sp9XVK— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Fólki verður ekki gert skylt að sýna bólusetningarvottorð í Englandi en forsvarsmönnum fyrirtækja verður heimilt að krefjast þeirra og setja eigin reglur að vild. Í ræðu sinni og svörum við spurningum blaðamanna lagði Johnson reglulega áherslu á persónulega dómgreind fólks og að fólk tæki mið af aðstæðum í samfélaginu og þá sérstaklega útbreiðslu Covid-19. Johnson tók fram í ræðu sinni að margir væru þeirrar skoðunar að ef eitthvað, þá ætti að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, frekar en að fella þær niður. Það væri hins vegar ekki hægt að gera það seinna. Ef það ætti að bíða væri kominn vetur og þá væri ekki hægt að opna allt. „Við verðum að læra að lifa með vírusnum,“ sagði Johnson. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Í ræðu forsætisráðherrans sagði hann að faraldrinum væri ekki lokið. Hvatti hann fólk til að viðhalda persónubundnum sóttvörnum og að láta bólusetja sig. Fjöldi nýsmitaðra á Bretlandseyjum hefur aukist töluvert á undanförnum mánuði og er talan að nálgast þrjátíu þúsund á dag. Johnson sagði mögulegt að talan væri komin í fimmtíu þúsund fyrir 19. júlí, eins og fram kemur í frétt Sky News. Prime Minister Boris Johnson says "there could be 50,000 cases detected per day by July 19" and that "we must reconcile ourselves to more deaths from COVID".Latest on #COVID19: https://t.co/rJgx7rgyKC pic.twitter.com/yE7WrWWgwi— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Umfangsmiklar bólusetningar hafa þó fækkað tilfellum alvarlegra veikinda og dauðsföllum verulega. Heilt yfir hafa 33,7 milljónir Breta fengið tvo skammta bóluefnis og 45,4 milljónir hafa fengið einn skammt. Þrátt fyrir það hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi undanfarna daga. Innlagnir eru þó um tíu sinnum færri en þær voru síðast þegar fjöldi nýsmitaðra dag frá degi var á svipuðum slóðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Johnsons er að grípa til er að fella niður alla grímuskyldu, fella niður fjöldatakmarkanir sem snúa að fyrirtækjum, tónleikum og annars konar viðburðum, auk þess að gera eigendum alls konar fyrirtækja að opna á nýjan leik. Þar eru næturklúbbar meðtaldir. BREAKING: Prime Minister Boris Johnson says the government plans to remove all legal limits on the numbers meeting indoors and outdoors from 19 July, and all remaining businesses, including nightclubs, will be allowed to open.Follow live: https://t.co/HZed9S8ylv pic.twitter.com/jyY8sp9XVK— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Fólki verður ekki gert skylt að sýna bólusetningarvottorð í Englandi en forsvarsmönnum fyrirtækja verður heimilt að krefjast þeirra og setja eigin reglur að vild. Í ræðu sinni og svörum við spurningum blaðamanna lagði Johnson reglulega áherslu á persónulega dómgreind fólks og að fólk tæki mið af aðstæðum í samfélaginu og þá sérstaklega útbreiðslu Covid-19. Johnson tók fram í ræðu sinni að margir væru þeirrar skoðunar að ef eitthvað, þá ætti að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, frekar en að fella þær niður. Það væri hins vegar ekki hægt að gera það seinna. Ef það ætti að bíða væri kominn vetur og þá væri ekki hægt að opna allt. „Við verðum að læra að lifa með vírusnum,“ sagði Johnson.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06