Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 13:24 Sum dýr eru jafnari en önnur í frumvarpinu um velferð dýra sem liggur fyrir breska þinginu. Það nær aðeins til hryggdýra en sumir þingmenn vilja að það nái einnig til sumra hryggleysingja. Vísir/EPA Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. Frumvarpið um velferð og tilfinningar dýra legði þær skyldur á herðar allra breskra ríkisstofnana að taka tillit til tilfinninga dýra þegar lög eru samin og reglur settar. Það er í samræmi við kosningaloforð Boris Johnson forsætisráðherra um að lögfesta að dýr séu vitsmunaverur sem stjórnvöld verði að gefa gaum. Villt dýr jafnt sem hús- og gæludýr nytu verndar laganna verði þau samþykkt, að sögn Washington Post. Frumvarpið nær aðeins til hryggdýra eins og spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra og fiska. Líklegt er þó að breytingar verði gerðar á því þannig að það nái einnig til kolkrabba, krabba og skyldra tegunda en andstaða gegn þeirri venju að sjóða lifandi humra er sögð fara vaxandi á meðal bresks almennings. Þá yrði komið á fót sérfræðinganefnd sem færi ofan í kjölinn á ákvörðunum stjórnvalda til að tryggja að þau hafi tekið tillit til velferðar dýra. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að lögin yrðu þung í vöfum og auka skrifræði stjórnvalda og að þau séu runnin undan rifjum grænkera og róttækra dýraverndunarsinna. Donald Broom, vísindamaður sem rannsakar dýravelferð við Cambridge-háskóla, segir bandaríska dagblaðinu að vísindalegum rannsóknum á vitsmunum, meðvitund og tilfinningum dýra hafi fleygt fram á undanförnum árum. Í ljós hafi komið að dýr séu gædd ýmsum eiginleikum sem talið var að menn byggju einir yfir, þar á meðal notkun á verkfærum og tungumáli, tímaskyn, blekkingum, samúð og náungakærleik. Menn og dýr séu þannig merkilega lík. Broom segir að skynug dýr séu „einstaklingar sem upplifa sársauka og þjáningar og alls konar aðra hluti og það ætti að taka tillit til þess.“ Hann sé ekki mótfallinn því að menn borði dýr eða nýti þau en að hugsa ætti um dýrin sem einstaklinga. Bretland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Frumvarpið um velferð og tilfinningar dýra legði þær skyldur á herðar allra breskra ríkisstofnana að taka tillit til tilfinninga dýra þegar lög eru samin og reglur settar. Það er í samræmi við kosningaloforð Boris Johnson forsætisráðherra um að lögfesta að dýr séu vitsmunaverur sem stjórnvöld verði að gefa gaum. Villt dýr jafnt sem hús- og gæludýr nytu verndar laganna verði þau samþykkt, að sögn Washington Post. Frumvarpið nær aðeins til hryggdýra eins og spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra og fiska. Líklegt er þó að breytingar verði gerðar á því þannig að það nái einnig til kolkrabba, krabba og skyldra tegunda en andstaða gegn þeirri venju að sjóða lifandi humra er sögð fara vaxandi á meðal bresks almennings. Þá yrði komið á fót sérfræðinganefnd sem færi ofan í kjölinn á ákvörðunum stjórnvalda til að tryggja að þau hafi tekið tillit til velferðar dýra. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að lögin yrðu þung í vöfum og auka skrifræði stjórnvalda og að þau séu runnin undan rifjum grænkera og róttækra dýraverndunarsinna. Donald Broom, vísindamaður sem rannsakar dýravelferð við Cambridge-háskóla, segir bandaríska dagblaðinu að vísindalegum rannsóknum á vitsmunum, meðvitund og tilfinningum dýra hafi fleygt fram á undanförnum árum. Í ljós hafi komið að dýr séu gædd ýmsum eiginleikum sem talið var að menn byggju einir yfir, þar á meðal notkun á verkfærum og tungumáli, tímaskyn, blekkingum, samúð og náungakærleik. Menn og dýr séu þannig merkilega lík. Broom segir að skynug dýr séu „einstaklingar sem upplifa sársauka og þjáningar og alls konar aðra hluti og það ætti að taka tillit til þess.“ Hann sé ekki mótfallinn því að menn borði dýr eða nýti þau en að hugsa ætti um dýrin sem einstaklinga.
Bretland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira