Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 11:35 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis. Eins og fréttastofa greindi frá í maí stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Mikið aukning hefur orðið í þjónustu á Landspítala vegna þessa að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það hafa komið álagstoppar núna nýlega sem var við að búast því það var búið að spá fleiri fæðingum núna í sumar en oft áður,“ segir Hulda. Þannig hafi verið nokkuð mikið álag á fæðingardeildinni. „Það lýsir sér þannig að það getur verið erfitt að koma konum fyrir á fæðingardeildinni, af því það er ekki sérstaklega mikið pláss, og svo getur líka verið að okkur vanti starfsfólks og þá þarf að kalla út meira fólk og það er alltaf erfiðara á sumrin,“ segir Hulda og bætir við að starfsfólk sé í sumarleyfum og því oft ekki í bænum. Á síðustu vikum hafi því verið brugðið á það ráð í nokkur skipti að leita til nágrannasjúkrahúsa. „Til dæmis til Akraness, sem er svipuð fæðingardeild og okkar, og stungið upp á því við konur eftir að það er búið að ræða við þær og fara yfir áhættuþætti og sjá hvort það sé eitthvað sem mælir á móti því, að sjá hvort það sé möguleiki hvort það myndi henta þeim að fæða þar. Þá erum við auðvitað að hugsa um að reyna fá sem besta umönnun fyrir konuna,“ segir Hulda. Sem fyrr segir verður 2021 að öllum líkindum metár í fæðingum á Íslandi. Þetta eru þá Covid-börnin ? „Já, það má alveg kalla þau það,“ segir Hulda og hlær. Heilbrigðismál Akranes Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Eins og fréttastofa greindi frá í maí stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Mikið aukning hefur orðið í þjónustu á Landspítala vegna þessa að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það hafa komið álagstoppar núna nýlega sem var við að búast því það var búið að spá fleiri fæðingum núna í sumar en oft áður,“ segir Hulda. Þannig hafi verið nokkuð mikið álag á fæðingardeildinni. „Það lýsir sér þannig að það getur verið erfitt að koma konum fyrir á fæðingardeildinni, af því það er ekki sérstaklega mikið pláss, og svo getur líka verið að okkur vanti starfsfólks og þá þarf að kalla út meira fólk og það er alltaf erfiðara á sumrin,“ segir Hulda og bætir við að starfsfólk sé í sumarleyfum og því oft ekki í bænum. Á síðustu vikum hafi því verið brugðið á það ráð í nokkur skipti að leita til nágrannasjúkrahúsa. „Til dæmis til Akraness, sem er svipuð fæðingardeild og okkar, og stungið upp á því við konur eftir að það er búið að ræða við þær og fara yfir áhættuþætti og sjá hvort það sé eitthvað sem mælir á móti því, að sjá hvort það sé möguleiki hvort það myndi henta þeim að fæða þar. Þá erum við auðvitað að hugsa um að reyna fá sem besta umönnun fyrir konuna,“ segir Hulda. Sem fyrr segir verður 2021 að öllum líkindum metár í fæðingum á Íslandi. Þetta eru þá Covid-börnin ? „Já, það má alveg kalla þau það,“ segir Hulda og hlær.
Heilbrigðismál Akranes Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira