Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 1. júlí 2021 14:28 Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri. Vísir/Lillý Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Hópslysaáætlun almannavarna og samhæfingarmiðstöð voru virkjaðar og allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs í öllum Eyjafirði sent á staðinn. Töluvert hvassviðri er á Akureyri þótt heitt sé í veðri. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að tiltölulega fá börn hafi slasast. Meiðsli hinna slösuðu séu minniháttar. Eitt barn hafi verið flutt á börum á sjúkrahús. Hann segir 108 börn hafa verið í kastalanum. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að sú talning standist ekki. 47 krakkar hafi verið tékkaðir inn í hollið klukkan 14 og 16 bæst við klukkan 15. Því hafi fjöldinn verið 63 samanlagt. Nánar er rætt við Gunnar hér að neðan sem axlar alla ábyrgð á slysinu. Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið. Hann er nýkominn norður en hefur verið staðsettur við Perluna í Öskjuhlíð. Lögregla hefur óskað eftir næði á slysstað til að athafna sig og hefur aðgangi að svæðinu verið lokað. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Mikill fjöldi á Akureyri Fjöldi foreldra og barna eru á svæðinu en N1-mótið á Akureyri, þar sem ellefu og tólf ára drengir keppa í fótbolta, stendur yfir. Þátttakendur eru á þriðja þúsund auk foreldra og fylgdarmanna. Margir drengir á svæðinu eru klæddir í keppnisboli liða sinna og má sjá hópa hér og þar við slysstað af drengjum úr ólíkum liðum ásamt foreldrum að fylgjast með vinnu viðbragðsaðila. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri.Vísir/Lillý Nýjustu vendingar má sjá í vaktinni að neðan.
Hópslysaáætlun almannavarna og samhæfingarmiðstöð voru virkjaðar og allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs í öllum Eyjafirði sent á staðinn. Töluvert hvassviðri er á Akureyri þótt heitt sé í veðri. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að tiltölulega fá börn hafi slasast. Meiðsli hinna slösuðu séu minniháttar. Eitt barn hafi verið flutt á börum á sjúkrahús. Hann segir 108 börn hafa verið í kastalanum. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að sú talning standist ekki. 47 krakkar hafi verið tékkaðir inn í hollið klukkan 14 og 16 bæst við klukkan 15. Því hafi fjöldinn verið 63 samanlagt. Nánar er rætt við Gunnar hér að neðan sem axlar alla ábyrgð á slysinu. Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið. Hann er nýkominn norður en hefur verið staðsettur við Perluna í Öskjuhlíð. Lögregla hefur óskað eftir næði á slysstað til að athafna sig og hefur aðgangi að svæðinu verið lokað. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Mikill fjöldi á Akureyri Fjöldi foreldra og barna eru á svæðinu en N1-mótið á Akureyri, þar sem ellefu og tólf ára drengir keppa í fótbolta, stendur yfir. Þátttakendur eru á þriðja þúsund auk foreldra og fylgdarmanna. Margir drengir á svæðinu eru klæddir í keppnisboli liða sinna og má sjá hópa hér og þar við slysstað af drengjum úr ólíkum liðum ásamt foreldrum að fylgjast með vinnu viðbragðsaðila. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri.Vísir/Lillý Nýjustu vendingar má sjá í vaktinni að neðan.
Akureyri Almannavarnir Lögreglumál Slökkvilið Björgunarsveitir Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels