Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 10:10 Bretar samþykktu að segja skilið við Evrópusambandið í júní árið 2016. Nú er komið að því að binda enda á frjálsa för á milli Bretlands og meginlands Evrópu. AP/Kirsty Wigglesworth Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl í síðasta lagi í dag. Innflytjendur frá Evrópusambandsríkjum sem hafa ekki skilað inn umsókn um að framlengja dvöl sína í Bretlandi á morgun missa rétt sinn til að vinna, leigja húsnæði og að sumri heilbrigðisþjónustu og opinberum bótum. Í sumum tilfellum gæti fólki jafnvel verið vísað úr landi. Samtök sem berjast fyrir réttindum innfltjenda í Bretlandi óttast að tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda Evrópumanna kunni að hafa láðst að sækja um. Eldra fólk sem hefur búið í landinu um áratugaskeið geri sér ekki grein fyrir því að það þurfi að sækja um að fá að vera áfram. Opinberar tölur benda til þess að aðeins 2% þeirra sem hafa sótt um áframhaldandi dvöl í Bretlandi séu 65 ára eða eldri. Þá óttast samtökin að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um dvalarleyfi fyrir börnin sín líka. Áhrifin komi ekki fram fyrr en síðar Madelaine Sumption, forstöðukona rannsóknarmiðstöðvar Oxford-háskóla um innflytjendamál, segir að margir Evrópubúa, sérstaklega ungt fólk sem á foreldra sem sóttu ekki um dvalarleyfi fyrir það, komist ekki endilega að því að það hafi misst réttindi sín strax. „Sumum verður það aðeins ljóst síðar, til dæmis þegar þau fá nýja vinnu eða þurfa umönnun á sjúkrahúsi. Það gætu liðið mörg ár þar til lagalegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingarnar koma fram,“ segir Sumption. Samkvæmt opinberum tölum hafa 5,6 milljónir evrópskra borgara sótt um að fá dvalarleyfi áfram í Bretlandi, meirihlutinn frá Póllandi og Rúmeníu. Það eru mun fleiri umsóknir en búist var við, að sögn AP-fréttastofunnar. Um helmingi þeirra hefur verið veitt dvalarleyfi en um tveimur milljónum innflytjenda var sagt að þeir hefðu búist of stutt í landinu og að þeir verði að sækja um aftur þegar þeir hafa búið í fimm ár í Bretlandi. Um ein milljón Breta sem býr í ríkjum Evrópusambandsins missir einnig réttindi sín þar á morgun. Bretar búsettir í Frakklandi höfðu til dagsins í dag til þess að sækja um áframhaldandi dvöl þar. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Innflytjendur frá Evrópusambandsríkjum sem hafa ekki skilað inn umsókn um að framlengja dvöl sína í Bretlandi á morgun missa rétt sinn til að vinna, leigja húsnæði og að sumri heilbrigðisþjónustu og opinberum bótum. Í sumum tilfellum gæti fólki jafnvel verið vísað úr landi. Samtök sem berjast fyrir réttindum innfltjenda í Bretlandi óttast að tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda Evrópumanna kunni að hafa láðst að sækja um. Eldra fólk sem hefur búið í landinu um áratugaskeið geri sér ekki grein fyrir því að það þurfi að sækja um að fá að vera áfram. Opinberar tölur benda til þess að aðeins 2% þeirra sem hafa sótt um áframhaldandi dvöl í Bretlandi séu 65 ára eða eldri. Þá óttast samtökin að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um dvalarleyfi fyrir börnin sín líka. Áhrifin komi ekki fram fyrr en síðar Madelaine Sumption, forstöðukona rannsóknarmiðstöðvar Oxford-háskóla um innflytjendamál, segir að margir Evrópubúa, sérstaklega ungt fólk sem á foreldra sem sóttu ekki um dvalarleyfi fyrir það, komist ekki endilega að því að það hafi misst réttindi sín strax. „Sumum verður það aðeins ljóst síðar, til dæmis þegar þau fá nýja vinnu eða þurfa umönnun á sjúkrahúsi. Það gætu liðið mörg ár þar til lagalegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingarnar koma fram,“ segir Sumption. Samkvæmt opinberum tölum hafa 5,6 milljónir evrópskra borgara sótt um að fá dvalarleyfi áfram í Bretlandi, meirihlutinn frá Póllandi og Rúmeníu. Það eru mun fleiri umsóknir en búist var við, að sögn AP-fréttastofunnar. Um helmingi þeirra hefur verið veitt dvalarleyfi en um tveimur milljónum innflytjenda var sagt að þeir hefðu búist of stutt í landinu og að þeir verði að sækja um aftur þegar þeir hafa búið í fimm ár í Bretlandi. Um ein milljón Breta sem býr í ríkjum Evrópusambandsins missir einnig réttindi sín þar á morgun. Bretar búsettir í Frakklandi höfðu til dagsins í dag til þess að sækja um áframhaldandi dvöl þar.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira