Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 10:10 Bretar samþykktu að segja skilið við Evrópusambandið í júní árið 2016. Nú er komið að því að binda enda á frjálsa för á milli Bretlands og meginlands Evrópu. AP/Kirsty Wigglesworth Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl í síðasta lagi í dag. Innflytjendur frá Evrópusambandsríkjum sem hafa ekki skilað inn umsókn um að framlengja dvöl sína í Bretlandi á morgun missa rétt sinn til að vinna, leigja húsnæði og að sumri heilbrigðisþjónustu og opinberum bótum. Í sumum tilfellum gæti fólki jafnvel verið vísað úr landi. Samtök sem berjast fyrir réttindum innfltjenda í Bretlandi óttast að tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda Evrópumanna kunni að hafa láðst að sækja um. Eldra fólk sem hefur búið í landinu um áratugaskeið geri sér ekki grein fyrir því að það þurfi að sækja um að fá að vera áfram. Opinberar tölur benda til þess að aðeins 2% þeirra sem hafa sótt um áframhaldandi dvöl í Bretlandi séu 65 ára eða eldri. Þá óttast samtökin að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um dvalarleyfi fyrir börnin sín líka. Áhrifin komi ekki fram fyrr en síðar Madelaine Sumption, forstöðukona rannsóknarmiðstöðvar Oxford-háskóla um innflytjendamál, segir að margir Evrópubúa, sérstaklega ungt fólk sem á foreldra sem sóttu ekki um dvalarleyfi fyrir það, komist ekki endilega að því að það hafi misst réttindi sín strax. „Sumum verður það aðeins ljóst síðar, til dæmis þegar þau fá nýja vinnu eða þurfa umönnun á sjúkrahúsi. Það gætu liðið mörg ár þar til lagalegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingarnar koma fram,“ segir Sumption. Samkvæmt opinberum tölum hafa 5,6 milljónir evrópskra borgara sótt um að fá dvalarleyfi áfram í Bretlandi, meirihlutinn frá Póllandi og Rúmeníu. Það eru mun fleiri umsóknir en búist var við, að sögn AP-fréttastofunnar. Um helmingi þeirra hefur verið veitt dvalarleyfi en um tveimur milljónum innflytjenda var sagt að þeir hefðu búist of stutt í landinu og að þeir verði að sækja um aftur þegar þeir hafa búið í fimm ár í Bretlandi. Um ein milljón Breta sem býr í ríkjum Evrópusambandsins missir einnig réttindi sín þar á morgun. Bretar búsettir í Frakklandi höfðu til dagsins í dag til þess að sækja um áframhaldandi dvöl þar. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Innflytjendur frá Evrópusambandsríkjum sem hafa ekki skilað inn umsókn um að framlengja dvöl sína í Bretlandi á morgun missa rétt sinn til að vinna, leigja húsnæði og að sumri heilbrigðisþjónustu og opinberum bótum. Í sumum tilfellum gæti fólki jafnvel verið vísað úr landi. Samtök sem berjast fyrir réttindum innfltjenda í Bretlandi óttast að tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda Evrópumanna kunni að hafa láðst að sækja um. Eldra fólk sem hefur búið í landinu um áratugaskeið geri sér ekki grein fyrir því að það þurfi að sækja um að fá að vera áfram. Opinberar tölur benda til þess að aðeins 2% þeirra sem hafa sótt um áframhaldandi dvöl í Bretlandi séu 65 ára eða eldri. Þá óttast samtökin að margir geri sér ekki grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um dvalarleyfi fyrir börnin sín líka. Áhrifin komi ekki fram fyrr en síðar Madelaine Sumption, forstöðukona rannsóknarmiðstöðvar Oxford-háskóla um innflytjendamál, segir að margir Evrópubúa, sérstaklega ungt fólk sem á foreldra sem sóttu ekki um dvalarleyfi fyrir það, komist ekki endilega að því að það hafi misst réttindi sín strax. „Sumum verður það aðeins ljóst síðar, til dæmis þegar þau fá nýja vinnu eða þurfa umönnun á sjúkrahúsi. Það gætu liðið mörg ár þar til lagalegar, efnahagslegar og félagslegar afleiðingarnar koma fram,“ segir Sumption. Samkvæmt opinberum tölum hafa 5,6 milljónir evrópskra borgara sótt um að fá dvalarleyfi áfram í Bretlandi, meirihlutinn frá Póllandi og Rúmeníu. Það eru mun fleiri umsóknir en búist var við, að sögn AP-fréttastofunnar. Um helmingi þeirra hefur verið veitt dvalarleyfi en um tveimur milljónum innflytjenda var sagt að þeir hefðu búist of stutt í landinu og að þeir verði að sækja um aftur þegar þeir hafa búið í fimm ár í Bretlandi. Um ein milljón Breta sem býr í ríkjum Evrópusambandsins missir einnig réttindi sín þar á morgun. Bretar búsettir í Frakklandi höfðu til dagsins í dag til þess að sækja um áframhaldandi dvöl þar.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira