Drekar og orkuskipti Ágúst Elvar Bjarnason og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 25. júní 2021 13:31 Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun