Ætla að búa saman í Nornahúsi einungis ætluðu konum á besta aldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2021 20:00 Margrét Ágústsdóttir ætlar að búa í húsinu ásamt vinkonum sínum. Arnar Halldórsson Fimm vinkonur ætla að búa saman í svokölluðu Nornahúsi sem mun rísa í stað hússins sem brann á Bræðraborgarstíg í fyrra. 25 íbúðir verða í húsinu og geta því fleiri bæst í hópinn en íbúðirnar verða einungis seldar konum yfir sextugt. „Þann áttunda júní var hafist handa við að rífa niður brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1. Nú tíu dögum seinna er svæðið autt en hér ætla nokkrar konur að búa saman og lifa eftir svokallaðri BabaYaga hugmyndafræði.“ Nútíma kommúna fyrir konur sem aðhyllast femínisma Hugmyndafræðin er nokkurs konar nútíma kommúna sem gerir fólki kleift að búa l engur heima hjá sér í félagsskapi við aðra. Margrét og fjórar vinkonur hennar tóku sig saman og höfðu samband við Þorpið vistfélag sem mun reisa húsnæði sem þær ætla að búa saman í á byggingarreitnum en húsið kalla þær Nornahús. Húsnæðið er eingöngu ætlað konum yfir sextugt. Ekki hjúkrunarheimili „Hugmyndafræðin snýst ekki um að veitum hver annarri hjúkrunarþjónustu heldur stuðning, andlegan stuðning og jú hjálp lengi framan af. Þetta getur alveg eins hentað körlum eða vinahópum, bara hverjum sem er sem vilja taka sig saman og styðja hvert annað þegar árin færast yfir,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri. Í húsinu verða 25 litlar íbúðir, allar með eldunaraðstöðu. Stór sameign verður í húsinu með sameiginlegu eldhúsi, leikfimissal og garði. „Síðan er ætlunin að hafa á jarðhæðinni kannski kaffihús, handverksbúð. Eitthvað til að styðja við nærumhverfið.“ Segir alla geta farið sömu leið Margrét hlakkar mest til þess að tína grænmeti í garðinum með vinkonum sínum í femínisku og umhverfisvænu samfélagi. „Geta þá farið og hitt stelpurnar og kjaftað, eða getað farið niður í garð og farið í pottinn.“ Þær stefna að því að flytja inn innan þriggja ára. Að Margréti vitandi eru þær vinkonurnar fyrsti hópurinn hérlendis til að taka sig saman og stofna kommúnu sambærilega þessari, en hún ítrekar að allir geti farið þessa leið. „Þetta er algjörlega mögulegt fyrir alla hópa að gera svona. Taka sig saman, finna sér byggingaraðila, finna pláss fyrir bygginguna og fara af stað,“ sagði Margrét. Húsnæðismál Félagsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Þann áttunda júní var hafist handa við að rífa niður brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1. Nú tíu dögum seinna er svæðið autt en hér ætla nokkrar konur að búa saman og lifa eftir svokallaðri BabaYaga hugmyndafræði.“ Nútíma kommúna fyrir konur sem aðhyllast femínisma Hugmyndafræðin er nokkurs konar nútíma kommúna sem gerir fólki kleift að búa l engur heima hjá sér í félagsskapi við aðra. Margrét og fjórar vinkonur hennar tóku sig saman og höfðu samband við Þorpið vistfélag sem mun reisa húsnæði sem þær ætla að búa saman í á byggingarreitnum en húsið kalla þær Nornahús. Húsnæðið er eingöngu ætlað konum yfir sextugt. Ekki hjúkrunarheimili „Hugmyndafræðin snýst ekki um að veitum hver annarri hjúkrunarþjónustu heldur stuðning, andlegan stuðning og jú hjálp lengi framan af. Þetta getur alveg eins hentað körlum eða vinahópum, bara hverjum sem er sem vilja taka sig saman og styðja hvert annað þegar árin færast yfir,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri. Í húsinu verða 25 litlar íbúðir, allar með eldunaraðstöðu. Stór sameign verður í húsinu með sameiginlegu eldhúsi, leikfimissal og garði. „Síðan er ætlunin að hafa á jarðhæðinni kannski kaffihús, handverksbúð. Eitthvað til að styðja við nærumhverfið.“ Segir alla geta farið sömu leið Margrét hlakkar mest til þess að tína grænmeti í garðinum með vinkonum sínum í femínisku og umhverfisvænu samfélagi. „Geta þá farið og hitt stelpurnar og kjaftað, eða getað farið niður í garð og farið í pottinn.“ Þær stefna að því að flytja inn innan þriggja ára. Að Margréti vitandi eru þær vinkonurnar fyrsti hópurinn hérlendis til að taka sig saman og stofna kommúnu sambærilega þessari, en hún ítrekar að allir geti farið þessa leið. „Þetta er algjörlega mögulegt fyrir alla hópa að gera svona. Taka sig saman, finna sér byggingaraðila, finna pláss fyrir bygginguna og fara af stað,“ sagði Margrét.
Húsnæðismál Félagsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira