Ætla að búa saman í Nornahúsi einungis ætluðu konum á besta aldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2021 20:00 Margrét Ágústsdóttir ætlar að búa í húsinu ásamt vinkonum sínum. Arnar Halldórsson Fimm vinkonur ætla að búa saman í svokölluðu Nornahúsi sem mun rísa í stað hússins sem brann á Bræðraborgarstíg í fyrra. 25 íbúðir verða í húsinu og geta því fleiri bæst í hópinn en íbúðirnar verða einungis seldar konum yfir sextugt. „Þann áttunda júní var hafist handa við að rífa niður brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1. Nú tíu dögum seinna er svæðið autt en hér ætla nokkrar konur að búa saman og lifa eftir svokallaðri BabaYaga hugmyndafræði.“ Nútíma kommúna fyrir konur sem aðhyllast femínisma Hugmyndafræðin er nokkurs konar nútíma kommúna sem gerir fólki kleift að búa l engur heima hjá sér í félagsskapi við aðra. Margrét og fjórar vinkonur hennar tóku sig saman og höfðu samband við Þorpið vistfélag sem mun reisa húsnæði sem þær ætla að búa saman í á byggingarreitnum en húsið kalla þær Nornahús. Húsnæðið er eingöngu ætlað konum yfir sextugt. Ekki hjúkrunarheimili „Hugmyndafræðin snýst ekki um að veitum hver annarri hjúkrunarþjónustu heldur stuðning, andlegan stuðning og jú hjálp lengi framan af. Þetta getur alveg eins hentað körlum eða vinahópum, bara hverjum sem er sem vilja taka sig saman og styðja hvert annað þegar árin færast yfir,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri. Í húsinu verða 25 litlar íbúðir, allar með eldunaraðstöðu. Stór sameign verður í húsinu með sameiginlegu eldhúsi, leikfimissal og garði. „Síðan er ætlunin að hafa á jarðhæðinni kannski kaffihús, handverksbúð. Eitthvað til að styðja við nærumhverfið.“ Segir alla geta farið sömu leið Margrét hlakkar mest til þess að tína grænmeti í garðinum með vinkonum sínum í femínisku og umhverfisvænu samfélagi. „Geta þá farið og hitt stelpurnar og kjaftað, eða getað farið niður í garð og farið í pottinn.“ Þær stefna að því að flytja inn innan þriggja ára. Að Margréti vitandi eru þær vinkonurnar fyrsti hópurinn hérlendis til að taka sig saman og stofna kommúnu sambærilega þessari, en hún ítrekar að allir geti farið þessa leið. „Þetta er algjörlega mögulegt fyrir alla hópa að gera svona. Taka sig saman, finna sér byggingaraðila, finna pláss fyrir bygginguna og fara af stað,“ sagði Margrét. Húsnæðismál Félagsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Þann áttunda júní var hafist handa við að rífa niður brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1. Nú tíu dögum seinna er svæðið autt en hér ætla nokkrar konur að búa saman og lifa eftir svokallaðri BabaYaga hugmyndafræði.“ Nútíma kommúna fyrir konur sem aðhyllast femínisma Hugmyndafræðin er nokkurs konar nútíma kommúna sem gerir fólki kleift að búa l engur heima hjá sér í félagsskapi við aðra. Margrét og fjórar vinkonur hennar tóku sig saman og höfðu samband við Þorpið vistfélag sem mun reisa húsnæði sem þær ætla að búa saman í á byggingarreitnum en húsið kalla þær Nornahús. Húsnæðið er eingöngu ætlað konum yfir sextugt. Ekki hjúkrunarheimili „Hugmyndafræðin snýst ekki um að veitum hver annarri hjúkrunarþjónustu heldur stuðning, andlegan stuðning og jú hjálp lengi framan af. Þetta getur alveg eins hentað körlum eða vinahópum, bara hverjum sem er sem vilja taka sig saman og styðja hvert annað þegar árin færast yfir,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri. Í húsinu verða 25 litlar íbúðir, allar með eldunaraðstöðu. Stór sameign verður í húsinu með sameiginlegu eldhúsi, leikfimissal og garði. „Síðan er ætlunin að hafa á jarðhæðinni kannski kaffihús, handverksbúð. Eitthvað til að styðja við nærumhverfið.“ Segir alla geta farið sömu leið Margrét hlakkar mest til þess að tína grænmeti í garðinum með vinkonum sínum í femínisku og umhverfisvænu samfélagi. „Geta þá farið og hitt stelpurnar og kjaftað, eða getað farið niður í garð og farið í pottinn.“ Þær stefna að því að flytja inn innan þriggja ára. Að Margréti vitandi eru þær vinkonurnar fyrsti hópurinn hérlendis til að taka sig saman og stofna kommúnu sambærilega þessari, en hún ítrekar að allir geti farið þessa leið. „Þetta er algjörlega mögulegt fyrir alla hópa að gera svona. Taka sig saman, finna sér byggingaraðila, finna pláss fyrir bygginguna og fara af stað,“ sagði Margrét.
Húsnæðismál Félagsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum