Höfða mál á hendur klámrisa vegna myndbanda án samþykkis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 23:21 Inni á vefnum er að finna ógrynni kláms sem tæki mun meira en heila mannsævi að horfa á. Gabe Ginsberg/FilmMagic Á fjórða tug kvenna hafa höfðað hópmál gegn fyrirtækinu Mindgeek, sem á og rekur klámsíðuna Pornhub. Konurnar segja vefsíðuna hýsa myndbönd af þeim, sem var hlaðið upp án þeirra samþykkis. Málið er höfðað í Kaliforníuríki en í málsgögnum er Mindgeek sakað um að vera glæpafyrirtæki. Pornhub hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum ásökunum er hafnað og þær sagðar „rangar, fáránlegar og óábyrgar.“ „Pornhub hefur enga þolinmæði fyrir ólöglegu efni og rannsakar allar kvartanir eða ásakanir er varða efni á okkar miðlum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem segir að hvert einasta myndband sem hlaðið er upp á vefinn sé yfirfarið af manneskjum. BBC greinir þó frá því að Pornhub geri ekki kröfu um að aldur fólks sem birtist í myndböndum á síðunni sé kannaður, og þannig liggi ekki alltaf fyrir hvort um ólögráða einstaklinga sé að ræða í myndböndunum, og þar af leiðandi barnaklám. Þá liggi ekki fyrir hvort fólk í myndböndunum hafi yfir höfuð gefið samþykki fyrir því að myndböndunum yrði hlaðið upp á vefinn. Ein kvennanna sem höfða málið segist hafa verið 17 ára þegar kærasti hennar gekk á eftir henni um að gera myndband þar sem hún var nakin. Konan, sem kom ekki fram undir sínu rétta nafni í viðtalinu, segir að myndbandinu hafi í kjölfarið verið hlaðið upp á klámsíðuna án sinnar vitundar. Árið 2019 voru heimsóknir á síðuna 42 milljarðar talsins, og mátti þar finna 6,83 milljónir myndbanda, sem samanlagt tæki 169 ár að horfa á. Pornhub hefur ekki gefið upp hversu marga starfsmenn þeir eru með í vinnu hjá sér við að fara yfir efni sem hlaðið er upp á vefinn. Í desember á síðasta ári virtust niðurstöður rannsóknar á vegum New York Times þá sýna að á síðunni væri að finna fjöldann allan af myndböndum sem sýndu barnaníð og jafnvel nauðganir, en forsvarsmenn síðunnar höfnuðu þeim ásökunum jafnt sem öðrum. Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Málið er höfðað í Kaliforníuríki en í málsgögnum er Mindgeek sakað um að vera glæpafyrirtæki. Pornhub hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum ásökunum er hafnað og þær sagðar „rangar, fáránlegar og óábyrgar.“ „Pornhub hefur enga þolinmæði fyrir ólöglegu efni og rannsakar allar kvartanir eða ásakanir er varða efni á okkar miðlum,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem segir að hvert einasta myndband sem hlaðið er upp á vefinn sé yfirfarið af manneskjum. BBC greinir þó frá því að Pornhub geri ekki kröfu um að aldur fólks sem birtist í myndböndum á síðunni sé kannaður, og þannig liggi ekki alltaf fyrir hvort um ólögráða einstaklinga sé að ræða í myndböndunum, og þar af leiðandi barnaklám. Þá liggi ekki fyrir hvort fólk í myndböndunum hafi yfir höfuð gefið samþykki fyrir því að myndböndunum yrði hlaðið upp á vefinn. Ein kvennanna sem höfða málið segist hafa verið 17 ára þegar kærasti hennar gekk á eftir henni um að gera myndband þar sem hún var nakin. Konan, sem kom ekki fram undir sínu rétta nafni í viðtalinu, segir að myndbandinu hafi í kjölfarið verið hlaðið upp á klámsíðuna án sinnar vitundar. Árið 2019 voru heimsóknir á síðuna 42 milljarðar talsins, og mátti þar finna 6,83 milljónir myndbanda, sem samanlagt tæki 169 ár að horfa á. Pornhub hefur ekki gefið upp hversu marga starfsmenn þeir eru með í vinnu hjá sér við að fara yfir efni sem hlaðið er upp á vefinn. Í desember á síðasta ári virtust niðurstöður rannsóknar á vegum New York Times þá sýna að á síðunni væri að finna fjöldann allan af myndböndum sem sýndu barnaníð og jafnvel nauðganir, en forsvarsmenn síðunnar höfnuðu þeim ásökunum jafnt sem öðrum.
Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05
Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. 16. desember 2020 20:22