Fundur forsetanna laus við „fjandskap“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 16:56 Biden og Pútín sitja fyrir myndum í sveitasetri nærri Genf þar sem þeir funduðu í dag. AP/Denis Balibouse Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var. Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust. Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust.
Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira