Uppljóstrari hjá þjóðaröryggisstofnun laus úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:07 Reality Winner í fangabúningi við alríkisdómhúsið í Augusta í Georgíu í júní árið 2018. Hún var dæmd í meira en fimm ára fangelsi fyrir að leka upplýsingum um meint kosningaafskipti Rússa til fjölmiðils. AP/Michael Holahan/The Augusta Chronicle Ung kona sem vann fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var sakfelld fyrir að leka leynilegum upplýsingum til fjölmiðla árið 2018 er laus úr fangelsi. Lögmaður hennar segir að henni hafi verið sleppt vegna góðrar hegðunar. Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja. Rússland Bandaríkin Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Reality Winner, sem er 29 ára gömul, starfaði sem vertaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) en hún var fyrsti uppljóstrarinn sem var sakfelldur fyrir að leka upplýsingum í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Hún var sökuð um að leka upplýsingum að tölvuárásir rússneskra stjórnvalda á bandarísk kosningakerfi til vefmiðilsins The Intercept og dæmd í meira en fimm ára fangelsi. Saksóknarar sögðu þá að það væri lengsti fangelsisdómur sem uppljóstrari ríkisleyndamála til fjölmiðils hefði hlotið í Bandaríkjunum. Í gögnunum sem Winner lak til fjölmiðilsins voru Rússar sakaðir um að reyna að blekkja fleiri en hundrað kosningaembættismenn í Bandaríkjunum með svikulum tölvupóstum. AP-fréttastofan segir að Winner sé nú í stofufangelsi á meðan gengið er frá lausn hennar. Alison Grinter Allen, lögmaður Winner, segir fjölskyldu hennar fegna og vongóða. Hún þurfi nú að græða sárin sem fangelsisvist Winner olli og byggja sig upp eftir árin sem hún glataði á bak við lás og slá. Saksóknarar nafgreindu aldrei fjölmiðlinn sem Winner var sökuð um að hafa sent gögnin. Tilkynnt var um handtöku Winner sama dag og The Intercept birti umfjöllun sem byggði á þeim. The Intercept sætti harðri gagnrýni fyrir hroðvirknisleg vinnubrögð sem leiddu yfirvöld á spor Winner. Þegar vefmiðillinn reyndi að staðfesta innihald gagnanna frá Winner sendi blaðamaður eintak af skjalinu til blaðafulltrúa NSA, að sögn New York Times. Í skjalinu mátti sjá brot sem benti til þess að einhver hefði prentað skjalið út, brotið það saman og haft það með sér frá NSA. Böndin bárust þá strax að Winner. Trump-stjórnin lagði verulegt kapp á að elta uppi uppljóstrara og einstaklinga sem láku leynilegum upplýsingum. Upplýst var í vikunni að dómsmálaráðuneyti Trump hefði fengið aðgang að símagögnum tveggja þingmanna Demókrataflokksins í tengslum við lekarannsókn en áður hafði verið greint frá því að fylgst hefði verið með samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það ætlaði ekki lengur að sækjast eftir gögnum fréttamanna við rannsóknir á lekum til fjölmiðla. Innri endurskoðandi ráðuneytisins ætlar að rannsaka hvernig það kom til að saksóknarar kröfðust og fengu aðgang að gögnum úr fjarskiptatækjum þingmannanna, starfsliðs þeirra og ættingja.
Rússland Bandaríkin Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira