Síðasta ár sýni ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:51 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur séð dramatíska breytingu á þeim brotum sem lögreglan sinnir venjulega um helgar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar. Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni. Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni.
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira