Segir Bandaríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 13:40 Biden Bandaríkjaforseti (t.v.) ræðir við Norðmanninn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, í Brussel í dag. AP/Stephanie Lecocq Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins. Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Sjö áratuga langt samstarf NATO-ríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undanfarin ár þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hótaði að draga Bandaríkin út úr bandalaginu og vildi ekki skuldbinda Bandaríkin til að koma bandamönnum sínum til varnar ef ráðist yrði á þau en það er hornsteinn samstarfsins. Allt annan tón mátti heyra í ummælum Biden þegar hann mætti til leiðtogafundarins sem hófst í Brussel í dag. Þar sagðist hann vilja að Evrópa vissi að Bandaríkin væru til staðar fyrir bandamenn sína. „Fimmta greinin er helg skylda,“ sagði Biden og vísaði til ákvæðis Atlantshafssáttmálans um sameiginlegar varnir NATO-ríkjanna. Biden er sagður reyna sitt besta til að lappa upp á samskiptin við bandalagsþjóðirnar sem dröbbuðust niður í tíð Trump. „NATO skiptir okkur miklu máli,“ sagði Bandaríkjaforseti til þess að fullvissa NATO-ríkin um heilindi stjórnar sinnar. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að sameina NATO-ríkin í að veita Kínverjum og Rússum mótspyrnu. Reuters-fréttastofan segir að líklega muni aðildarríkin lýsa Kína sem öryggishættu í fyrsta skipti á fundinum. Kínverjar brugðust illir við sameiginlegri ályktun fundar G7-ríkjanna sem lauk í gær um stöðu mannréttinda í Kína og stöðu Taívans. Þá hafa NATO-ríkin áhyggjur af hernaðarbrölti Rússa við austanverða Úkraínu auk tölvuárása og leynilegra aðgerða þeirra gegn vestrænum ríkjunum undanfarin ár. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja meðal annars uppfæra fimmtu grein NATO-sáttmálans þannig að hún nái yfir meiriháttar tölvuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar.
NATO Bandaríkin Rússland Kína Joe Biden Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira