G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 12:57 Loftslagsmótmælendur á strönd nærri fundarstað fulltrúa G7-ríkjanna í Cornwall á Englandi í gær. AP/Jon Super Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni. Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Meiri einhugur um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni ríkti á G7-fundinum á Englandi nú þegar Joe Biden hefur tekið sæti Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni tók Trump ekki þátt í sameiginlegum ályktunum funda með hefðbundnum bandalagsríkjum og setti oft afstöðu þeirra til loftslagsmála fyrir sig. Ríkin sjö lofuðu í fyrsta skipti að draga úr sameiginlegri losun sinni um helming fyrir árið 2030. Áður höfðu einstök ríki gert það að markmiði sínu. Ætla G7-ríkin jafnframt að stefna að því að afkolefnisvæða orkuframleiðslu sína nær algerlega á þessum áratug. Þegar kom að kolum, helstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda, var niðurstaða fundarins ekki eins afgerandi. Ríkin samþykktu að hætta alþjóðlegri fjármögnun á nýjum kolaorkuverum þar sem ekki er tækni til að fanga og geyma kolefni. Slík tækni er enn skammt á veg komin. Ekki var þó kveðið á um neina lokadagsetningu fyrir bruna á kolum. New York Times segir að sérfræðingar í orkumálum telji að það veiki samningsstöðu iðnríkjanna gagnvart Kína sem er enn að auka kolanotkun. Einnig gæti ríkjunum reynst erfitt að sannfæra önnur ríki um að skera niður losun sína á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi síðar á þessu ári. Þróunarríkjum ekki lofað meiri aðstoð Engin fyrirheit um frekara fjármagn til að hjálpa þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og ráðast í orkuskipti voru heldur gefin á fundi G7-ríkjanna. Iðnríkin samþykktu að stofna 100 milljarða dollara sjóð í því skyni árið 2009 en heimtur í þann sjóð hafa verið takmarkaðar. Aðeins hafa safnast 80 milljarðar dollarar til þessa samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) í sjóðinn. Meirihluti þess fjár er á formi lána til þróunarríkja en ekki styrkja. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta var stund þegar G7-ríkin hefðu getað veitt sögulega forystu en í staðinn skildu þau eftir sig gapandi tómarúm,“ segir Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Grænfriðunga við bandaríska blaðið. Fleiri umhverfisverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkin og hvatt þau til að ganga lengra en að ítreka aðeins fyrri loforð sín um aðgerðir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira