Skoðun

Blómstrandi Breið­holt í sumar

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Breiðholtið mun blómstra í sumar en styrkir Sumarborgarinnar 2021 munu sjá til þess að fjölbreyttir viðburðir og uppákomur verða að veruleika víðsvegar um hverfið.

Íbúaráðið hefur úthlutað tæpum 4,5 milljón krónur í styrki til Sumarborgarinnar 2021 en Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar eiga von á fjölbreyttum 17. júní viðburðum í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti eins og í fyrra, kvöldtónleikum á Bakkatúni, Pop-up jóga og leikvöllum víðsvegar um hverfið, fjölskyldu- og sumarhátið, Bretta partý með grilli, Sirkussýningu sem sýnd verður víða um hverfið, tónlistarspuna fyrir hipp hopp og rapp fjölskyldur og vinnustofu í blöðrudýragerð.

Takk fyrir Breiðhyltingar

Eftir vel heppnaðar 17. júní hátíðir í fyrra heyrðust margar raddir íbúa um að vilja halda sambærilegar hverfishátíðir að ári. Við erum svo heppin að eiga fjölbreyttan félagsauð í hverfinu okkar, hendur sjálfboðaliða og skapandi einstaklinga sem munu vinna saman að því að gleðja unga sem aldna. Þessar fjölmörgu hendur hafa svarað kalli ykkar um aðrar hátíðir og fyrir það ber að þakka fyrir. Ég hvet ykkur til að bjóða fram hjálparhönd við undirbúning, framkvæmd eða frágang því margar hendur vinna létt verk.

Það verður því gleði og gaumur í sumar í holtinu góða og vil ég hvetja alla Breiðhyltinga, unga sem aldna, til að deila gleðinni sem víðast og bjóða borgarbúum til okkar í sumarveislu.

takk fyrir að hlusta á íbúana í hverfinu

takk fyrir samvinnuna

takk fyrir að gleðja mímörg barnshjörtu

takk fyrir gleðja okkur hin

Áfram Breiðholt!

Höfundur er Breiðhyltingur, varaborgafulltrúi og formaður íbúaráðs Breiðholts.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×