Ekkert bendir til netárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2021 11:32 Guðmundur segir áhrif bilunarinnar áhyggjuefni. Mikilvægt sé að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Vísir/Samsett Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni. Mörgum var eflaust brugðið í morgun þegar þeir ætluðu að lesa fréttir breska ríkisútvarpsins, horfa á streymi á Twitch eða versla á Amazon enda lágu vefsíðurnar niðri, líkt og gríðarlegur fjöldi annarra. Vefsíðurnar eru nú flestar komnar upp á nýjan leik en svo virðist sem bilun hjá fyrirtækinu Fastly, svokallaðri framendaspeglunarþjónustu, hafi orðið til þess að vefsíðurnar hafi ekki getað náð í efnið sem þær eiga að veita. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmargar stórar vefsíður á heimsvísu nýta sér þjónustu Fastly. Viðbrögðin við árás væru allt önnur „Það er ekkert sem bendir til þess að um árás sé að ræða. Fastly hafa látið vita hver staðan er og tilkynntu á Reddit rétt fyrir klukkan 11 að þeir hafi fundið út úr því hver bilunin er og væru að innleiða úrlausn á þeirri bilun,“ segir Guðmundur. Viðbrögðin væru önnur ef árás hefði valdið röskuninni. Hann segir þó áhyggjuefni að bilun hjá einu fyrirtæki valdi svona miklum truflunum á heimsvísu. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að sinna framendaþjónustu á vefnum og eru með þessi þjónustuframboð á internetinu að ef vefsíðan er að notfæra sér framspeglunarþjónustu, eins og Fastly býður upp á, að hugsa um umfremdina, eða redundancy. Þetta gamla góða með að setja ekki öll eggin í sömu körfuna,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Tækni Fjarskipti Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Mörgum var eflaust brugðið í morgun þegar þeir ætluðu að lesa fréttir breska ríkisútvarpsins, horfa á streymi á Twitch eða versla á Amazon enda lágu vefsíðurnar niðri, líkt og gríðarlegur fjöldi annarra. Vefsíðurnar eru nú flestar komnar upp á nýjan leik en svo virðist sem bilun hjá fyrirtækinu Fastly, svokallaðri framendaspeglunarþjónustu, hafi orðið til þess að vefsíðurnar hafi ekki getað náð í efnið sem þær eiga að veita. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmargar stórar vefsíður á heimsvísu nýta sér þjónustu Fastly. Viðbrögðin við árás væru allt önnur „Það er ekkert sem bendir til þess að um árás sé að ræða. Fastly hafa látið vita hver staðan er og tilkynntu á Reddit rétt fyrir klukkan 11 að þeir hafi fundið út úr því hver bilunin er og væru að innleiða úrlausn á þeirri bilun,“ segir Guðmundur. Viðbrögðin væru önnur ef árás hefði valdið röskuninni. Hann segir þó áhyggjuefni að bilun hjá einu fyrirtæki valdi svona miklum truflunum á heimsvísu. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að sinna framendaþjónustu á vefnum og eru með þessi þjónustuframboð á internetinu að ef vefsíðan er að notfæra sér framspeglunarþjónustu, eins og Fastly býður upp á, að hugsa um umfremdina, eða redundancy. Þetta gamla góða með að setja ekki öll eggin í sömu körfuna,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.
Tækni Fjarskipti Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira