Guðlaugur leiðir með hundrað atkvæðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 21:05 Guðlaugur heldur forystunni. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að. Guðlaugur er með 1.525 atkvæði í fyrsta sætinð en Áslaug hefur fengið 1.424 atkvæði í fyrsta sætið. Samtals er hún með 2.116 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Tæplega helmingur atkvæða hefur verið talinn eða 3.113 af um 7.500 atkvæðum. Næstu tölur eiga að birtast klukkan 23. Áslaug og Guðlaugur munu leiða lista flokksins hvort í sínu Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Engar breytingar urðu á röð þeirra efstu átta sem taka þátt í prófkjörinu. Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, og í því fjórða er Brynjar Níelsson þingmaður. Slæmt gengi Sigríðar Á Andersen þingmanns samkvæmt töldum atkvæðum vekur nokkra athygli en hún sóttist eftir öðru sæti á lista en er í því áttunda í prófkjörinu. Þar sem Reykjavík er skipt upp í tvö kjördæmi myndi áttunda sæti í prófkjörinu skila Sigríði fjórða sæti á lista í örðu hvoru kjördæminu. Sigríður hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún sagði af sér eftir Landsréttarmálið og tók Áslaug við embættinu í september 2019. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt öðrum tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Guðlaugur er með 1.525 atkvæði í fyrsta sætinð en Áslaug hefur fengið 1.424 atkvæði í fyrsta sætið. Samtals er hún með 2.116 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Tæplega helmingur atkvæða hefur verið talinn eða 3.113 af um 7.500 atkvæðum. Næstu tölur eiga að birtast klukkan 23. Áslaug og Guðlaugur munu leiða lista flokksins hvort í sínu Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Engar breytingar urðu á röð þeirra efstu átta sem taka þátt í prófkjörinu. Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, og í því fjórða er Brynjar Níelsson þingmaður. Slæmt gengi Sigríðar Á Andersen þingmanns samkvæmt töldum atkvæðum vekur nokkra athygli en hún sóttist eftir öðru sæti á lista en er í því áttunda í prófkjörinu. Þar sem Reykjavík er skipt upp í tvö kjördæmi myndi áttunda sæti í prófkjörinu skila Sigríði fjórða sæti á lista í örðu hvoru kjördæminu. Sigríður hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún sagði af sér eftir Landsréttarmálið og tók Áslaug við embættinu í september 2019. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt öðrum tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00