Biden stendur þétt við bakið á hinsegin fólki í upphafi Pride-mánaðarins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 14:39 Biden ætlar að verða töluvert ötulli stuðningsmaður hinsegin fólks en forveri hans í embætti. „Við sjáum ykkur, við styðjum ykkur og við drögum innblástur af hugrekki ykkar til að sætta ykkur ekki við neitt annað en fullt jafnrétti,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gær. Júní er Pride-mánuður í Bandaríkjunum, mánuður hinsegin hátíða, og óhætt að segja að nú kveði við annan tón en þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu. Biden sagðist í yfirlýsingunni ekki munu una sér hvíldar fyrr en hinsegin fólk nyti jafnréttis fyrir lögunum og verndar á við aðra minnihlutahópa. „Pride er bæði gleðilegur samfélagslegur fögnuður sýnileika og persónulegur fögnuður sjálfvirðingar og reisnar,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði Pride-mánuðinn tilefni til að fagna dýrmætt framlag hinsegin fólks til samfélagsins og staðfesta skuldbindingu þjóðarinnar til að standa með hinsegin löndum sínum í baráttu þeirra gegn óréttlæti. Í yfirlýsingunni kemur fram að um 14 prósent allra þeirra sem Biden hefur skipað í hinar ýmsu stöður séu hinsegin og sérstaklega minnst á Pete Buttigieg, sem er fyrsti hinsegin ráðherra Bandaríkjanna, og Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra, sem er fyrsta transmanneskjan hvers útnefning er samþykkt af öldungadeildinni. Happy Pride! Pride represents so much for the LGBTQ+ community, for our nation, and for the world. It is a time to recall the trials of the LGBTQ+ community and to rejoice in the triumphs of trailblazing individuals who have bravely fought for full equality.We have your back.— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2021 Biden minnist þess þó einnig að björninn sé ekki unninn; til dæmis hafi nokkur ríki Bandaríkjanna fest mismunun gegn trans ungmennum í lög. Þess má geta í þessu samhengi að Flórída varð í gær áttunda ríkið sem bannar trans stúlkum og konum í framhalds- og háskólum að spila með kvennaliðum í íþróttum. Biden sagði Pride-mánuðinn tilefni til að standa með hinsegin fólki, sem væri að berjast fyrir því að fá að lifa eins og það vildi. Barátta þeirra hefði „opnað hjörtu og huga“ þjóðarinnar og lagt grunn að réttlátari Bandaríkjum. „Ég biðla til íbúa Bandaríkjanna að viðurkenna það sem hinsegin samfélagið hefur áorkað, að fagna hinum mikla fjölbreytilega bandarísku þjóðarinnar og til að halda hinsegin fánanum hátt á lofti.“ Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Júní er Pride-mánuður í Bandaríkjunum, mánuður hinsegin hátíða, og óhætt að segja að nú kveði við annan tón en þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu. Biden sagðist í yfirlýsingunni ekki munu una sér hvíldar fyrr en hinsegin fólk nyti jafnréttis fyrir lögunum og verndar á við aðra minnihlutahópa. „Pride er bæði gleðilegur samfélagslegur fögnuður sýnileika og persónulegur fögnuður sjálfvirðingar og reisnar,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði Pride-mánuðinn tilefni til að fagna dýrmætt framlag hinsegin fólks til samfélagsins og staðfesta skuldbindingu þjóðarinnar til að standa með hinsegin löndum sínum í baráttu þeirra gegn óréttlæti. Í yfirlýsingunni kemur fram að um 14 prósent allra þeirra sem Biden hefur skipað í hinar ýmsu stöður séu hinsegin og sérstaklega minnst á Pete Buttigieg, sem er fyrsti hinsegin ráðherra Bandaríkjanna, og Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra, sem er fyrsta transmanneskjan hvers útnefning er samþykkt af öldungadeildinni. Happy Pride! Pride represents so much for the LGBTQ+ community, for our nation, and for the world. It is a time to recall the trials of the LGBTQ+ community and to rejoice in the triumphs of trailblazing individuals who have bravely fought for full equality.We have your back.— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2021 Biden minnist þess þó einnig að björninn sé ekki unninn; til dæmis hafi nokkur ríki Bandaríkjanna fest mismunun gegn trans ungmennum í lög. Þess má geta í þessu samhengi að Flórída varð í gær áttunda ríkið sem bannar trans stúlkum og konum í framhalds- og háskólum að spila með kvennaliðum í íþróttum. Biden sagði Pride-mánuðinn tilefni til að standa með hinsegin fólki, sem væri að berjast fyrir því að fá að lifa eins og það vildi. Barátta þeirra hefði „opnað hjörtu og huga“ þjóðarinnar og lagt grunn að réttlátari Bandaríkjum. „Ég biðla til íbúa Bandaríkjanna að viðurkenna það sem hinsegin samfélagið hefur áorkað, að fagna hinum mikla fjölbreytilega bandarísku þjóðarinnar og til að halda hinsegin fánanum hátt á lofti.“
Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira