Biden stendur þétt við bakið á hinsegin fólki í upphafi Pride-mánaðarins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 14:39 Biden ætlar að verða töluvert ötulli stuðningsmaður hinsegin fólks en forveri hans í embætti. „Við sjáum ykkur, við styðjum ykkur og við drögum innblástur af hugrekki ykkar til að sætta ykkur ekki við neitt annað en fullt jafnrétti,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gær. Júní er Pride-mánuður í Bandaríkjunum, mánuður hinsegin hátíða, og óhætt að segja að nú kveði við annan tón en þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu. Biden sagðist í yfirlýsingunni ekki munu una sér hvíldar fyrr en hinsegin fólk nyti jafnréttis fyrir lögunum og verndar á við aðra minnihlutahópa. „Pride er bæði gleðilegur samfélagslegur fögnuður sýnileika og persónulegur fögnuður sjálfvirðingar og reisnar,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði Pride-mánuðinn tilefni til að fagna dýrmætt framlag hinsegin fólks til samfélagsins og staðfesta skuldbindingu þjóðarinnar til að standa með hinsegin löndum sínum í baráttu þeirra gegn óréttlæti. Í yfirlýsingunni kemur fram að um 14 prósent allra þeirra sem Biden hefur skipað í hinar ýmsu stöður séu hinsegin og sérstaklega minnst á Pete Buttigieg, sem er fyrsti hinsegin ráðherra Bandaríkjanna, og Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra, sem er fyrsta transmanneskjan hvers útnefning er samþykkt af öldungadeildinni. Happy Pride! Pride represents so much for the LGBTQ+ community, for our nation, and for the world. It is a time to recall the trials of the LGBTQ+ community and to rejoice in the triumphs of trailblazing individuals who have bravely fought for full equality.We have your back.— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2021 Biden minnist þess þó einnig að björninn sé ekki unninn; til dæmis hafi nokkur ríki Bandaríkjanna fest mismunun gegn trans ungmennum í lög. Þess má geta í þessu samhengi að Flórída varð í gær áttunda ríkið sem bannar trans stúlkum og konum í framhalds- og háskólum að spila með kvennaliðum í íþróttum. Biden sagði Pride-mánuðinn tilefni til að standa með hinsegin fólki, sem væri að berjast fyrir því að fá að lifa eins og það vildi. Barátta þeirra hefði „opnað hjörtu og huga“ þjóðarinnar og lagt grunn að réttlátari Bandaríkjum. „Ég biðla til íbúa Bandaríkjanna að viðurkenna það sem hinsegin samfélagið hefur áorkað, að fagna hinum mikla fjölbreytilega bandarísku þjóðarinnar og til að halda hinsegin fánanum hátt á lofti.“ Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Júní er Pride-mánuður í Bandaríkjunum, mánuður hinsegin hátíða, og óhætt að segja að nú kveði við annan tón en þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu. Biden sagðist í yfirlýsingunni ekki munu una sér hvíldar fyrr en hinsegin fólk nyti jafnréttis fyrir lögunum og verndar á við aðra minnihlutahópa. „Pride er bæði gleðilegur samfélagslegur fögnuður sýnileika og persónulegur fögnuður sjálfvirðingar og reisnar,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann sagði Pride-mánuðinn tilefni til að fagna dýrmætt framlag hinsegin fólks til samfélagsins og staðfesta skuldbindingu þjóðarinnar til að standa með hinsegin löndum sínum í baráttu þeirra gegn óréttlæti. Í yfirlýsingunni kemur fram að um 14 prósent allra þeirra sem Biden hefur skipað í hinar ýmsu stöður séu hinsegin og sérstaklega minnst á Pete Buttigieg, sem er fyrsti hinsegin ráðherra Bandaríkjanna, og Rachel Levine, aðstoðarheilbrigðisráðherra, sem er fyrsta transmanneskjan hvers útnefning er samþykkt af öldungadeildinni. Happy Pride! Pride represents so much for the LGBTQ+ community, for our nation, and for the world. It is a time to recall the trials of the LGBTQ+ community and to rejoice in the triumphs of trailblazing individuals who have bravely fought for full equality.We have your back.— The White House (@WhiteHouse) June 1, 2021 Biden minnist þess þó einnig að björninn sé ekki unninn; til dæmis hafi nokkur ríki Bandaríkjanna fest mismunun gegn trans ungmennum í lög. Þess má geta í þessu samhengi að Flórída varð í gær áttunda ríkið sem bannar trans stúlkum og konum í framhalds- og háskólum að spila með kvennaliðum í íþróttum. Biden sagði Pride-mánuðinn tilefni til að standa með hinsegin fólki, sem væri að berjast fyrir því að fá að lifa eins og það vildi. Barátta þeirra hefði „opnað hjörtu og huga“ þjóðarinnar og lagt grunn að réttlátari Bandaríkjum. „Ég biðla til íbúa Bandaríkjanna að viðurkenna það sem hinsegin samfélagið hefur áorkað, að fagna hinum mikla fjölbreytilega bandarísku þjóðarinnar og til að halda hinsegin fánanum hátt á lofti.“
Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira