Höfum áhrif - kjósum framtíðina! Brynjólfur Magnússon skrifar 2. júní 2021 10:00 Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Það er fagnaðarefni hversu margir frambærilegir frambjóðendur hafa skráð sig til leiks og eru tilbúnir að starfa fyrir Reykvíkinga á Alþingi okkar Íslendinga. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu. Áslaug Arna hefur setið á þingi undanfarin fimm ár og gegnt embætti dómsmálaráðherra frá árinu 2019. Þá hefur hún gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á þeim tíma hefur Áslaug Arna sannarlega látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið og leyst vel úr verkefnum sem mörg hver hafa verið flókin og erfið viðfangs. Áslaug Arna hefur á síðustu fimm árum sýnt að í henni býr öflugur og framúrskarandi stjórnmálamaður og framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hún er kraftmikill talsmaður höfuðborgarinnar, frjálslyndis og mannréttinda og hefur þá sýn að öll þjónusta ríkisins eigi að miða að því að einfalda líf fólks - en ekki flækja það, og þar hefur hún látið hendur standa fram úr ermum. Þar má til dæmis nefna rafræn ökuskírteini, nútímavæðingu sýslumannsembættanna og heimild til að skrá heimili barna á tveimur heimilum. Þessi dæmi eru til marks um hvernig Áslaug Arna gengur í takt við samfélagið okkar og gerir það með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Áslaug Arna er stjórnmálamaður sem þorir að taka ákvarðanir - þótt svarið sé stundum nei. Hún er ekki sú sem lætur málin daga uppi í nefndum og skýrsluskrifum. Hún er einörð í afstöðu sinni en tekst samt að fá fólkið með sér. Prófkjör er vettvangur til þess að hafa áhrif og velja fólk til forystu í stjórnmálum. Auðvelt er að skrá sig til leiks og taka þátt. Ég hvet því alla Reykvíkinga til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Áslaugu Örnu til forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Það mun ég sannarlega gera. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 4.-5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er valið fólk til forystu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi Alþingiskosningar í haust. Það er fagnaðarefni hversu margir frambærilegir frambjóðendur hafa skráð sig til leiks og eru tilbúnir að starfa fyrir Reykvíkinga á Alþingi okkar Íslendinga. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu. Áslaug Arna hefur setið á þingi undanfarin fimm ár og gegnt embætti dómsmálaráðherra frá árinu 2019. Þá hefur hún gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd og utanríkismálanefnd. Á þeim tíma hefur Áslaug Arna sannarlega látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið og leyst vel úr verkefnum sem mörg hver hafa verið flókin og erfið viðfangs. Áslaug Arna hefur á síðustu fimm árum sýnt að í henni býr öflugur og framúrskarandi stjórnmálamaður og framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hún er kraftmikill talsmaður höfuðborgarinnar, frjálslyndis og mannréttinda og hefur þá sýn að öll þjónusta ríkisins eigi að miða að því að einfalda líf fólks - en ekki flækja það, og þar hefur hún látið hendur standa fram úr ermum. Þar má til dæmis nefna rafræn ökuskírteini, nútímavæðingu sýslumannsembættanna og heimild til að skrá heimili barna á tveimur heimilum. Þessi dæmi eru til marks um hvernig Áslaug Arna gengur í takt við samfélagið okkar og gerir það með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Áslaug Arna er stjórnmálamaður sem þorir að taka ákvarðanir - þótt svarið sé stundum nei. Hún er ekki sú sem lætur málin daga uppi í nefndum og skýrsluskrifum. Hún er einörð í afstöðu sinni en tekst samt að fá fólkið með sér. Prófkjör er vettvangur til þess að hafa áhrif og velja fólk til forystu í stjórnmálum. Auðvelt er að skrá sig til leiks og taka þátt. Ég hvet því alla Reykvíkinga til að taka þátt í prófkjörinu og styðja Áslaugu Örnu til forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík! Það mun ég sannarlega gera. Höfundur er Reykvíkingur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun