Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 10:21 Andrei Pivovarov stýrði Opnu Rússlandi en samtökin tilkynntu að þau væru hætt starfsemi á fimmtudag til þess að félagar ættu ekki á hættu að vera handteknir. Vísir/Getty Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. „Opið Rússland“ var stofnað af Khodorkovsky í útlegð í Bretlandi. Rússnesk stjórnvöld lýstu samtökin „óæskilegt“ og bönnuðu í reynd starfsemi þeirra árið 2017. Engu að síður hafa bandamenn samtakanna í Rússlandi reynt að halda starfi þeirra áfram undir sama nafni en formlega ótengt upphaflegu samtökunum til þess að komast hjá saksókn. Reuters-fréttastofan hefur eftir OVD-info, hópi sem fylgist með lögregluaðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í Rússlandi, að Andrei Pivovarov, fyrrverandi forsvarsmaður Opins Rússlands hafi verið færður úr flugvél í Pétursborg og handtekinn í gær. Pivovarov segir sjálfur að flugvélin hafi verið á leiðinni út á flugbraut til flugtaks þegar vélin var stöðvuð. Á Twitter-síðu hans kom fram að hann hafi verið færður rannsóknarlögreglunni til yfirheyrslu vegna gruns um að hann stýrði óæskilegum samtökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Um tvö hundruð sveitarstjórnarmenn sem tóku þátt í ráðstefnu á vegum Opins Rússlands voru handteknir stuttlega í mars. Um þrjátíu hópar hafa verið bannaðir í Rússlandi á grundvelli laga um óæskileg samtök frá því að þau voru samþykkt árið 2015. Allt að sex ára fangelsi liggur við því að stýra slíkum samtökum. Khodorkovsky fór í útlegð til London eftir að honum var haldið í fangelsi í tíu ár í heimalandinu. Almennt er talið að fangelsisrefsing hans hafi verið pólitískt hefnd vegna þess að hann storkaði veldi Vladímírs Pútín forseta. Húsleit á heimili fyrrverandi þingmanns og bandamanna Undanfarnar vikur hafa rússnesk yfirvöld gengið hart fram gegn stjórnarandstöðu- og andófsfólki, ekki síst bandamönnum Alexeis Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem dúsir sjálfur í fangelsi. Lögregla gerði húsleit á heimili Dmitry Gudkov, fyrrverandi stjórnarandstöðuþingsmanns sem hyggur á framboð í september, og tveggja samstarfsmanna hans í dag. AP segir að talið sé að aðgerðunum sé ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan í landinu geti veitt Sameinuðu Rússlandi, flokki Pútín forseta, keppni í þingkosningunum í haust. Vinsældir flokksins hafa dalað nokkuð vegna efnahagsþrenginga í kórónuveirufaraldrinum. Saksóknari krefst þess nú að samtök Navalní gegn spillingu og svæðisskrifstofur þeirra verði lýst öfgasamtök og starfsemi þeirra bönnuð. Rússneska þingið hefur einnig til meðferðar frumvarp sem myndi banna hverjum þeim sem er félagi í öfgasamtökum, styrkir þau fjárhagslega eða styður að bjóða sig fram til opinbers embættis. Verði frumvarpið að lögum yrði bandamönnum Navanlí bannað að bjóða sig fram til þings í haust. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
„Opið Rússland“ var stofnað af Khodorkovsky í útlegð í Bretlandi. Rússnesk stjórnvöld lýstu samtökin „óæskilegt“ og bönnuðu í reynd starfsemi þeirra árið 2017. Engu að síður hafa bandamenn samtakanna í Rússlandi reynt að halda starfi þeirra áfram undir sama nafni en formlega ótengt upphaflegu samtökunum til þess að komast hjá saksókn. Reuters-fréttastofan hefur eftir OVD-info, hópi sem fylgist með lögregluaðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í Rússlandi, að Andrei Pivovarov, fyrrverandi forsvarsmaður Opins Rússlands hafi verið færður úr flugvél í Pétursborg og handtekinn í gær. Pivovarov segir sjálfur að flugvélin hafi verið á leiðinni út á flugbraut til flugtaks þegar vélin var stöðvuð. Á Twitter-síðu hans kom fram að hann hafi verið færður rannsóknarlögreglunni til yfirheyrslu vegna gruns um að hann stýrði óæskilegum samtökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Um tvö hundruð sveitarstjórnarmenn sem tóku þátt í ráðstefnu á vegum Opins Rússlands voru handteknir stuttlega í mars. Um þrjátíu hópar hafa verið bannaðir í Rússlandi á grundvelli laga um óæskileg samtök frá því að þau voru samþykkt árið 2015. Allt að sex ára fangelsi liggur við því að stýra slíkum samtökum. Khodorkovsky fór í útlegð til London eftir að honum var haldið í fangelsi í tíu ár í heimalandinu. Almennt er talið að fangelsisrefsing hans hafi verið pólitískt hefnd vegna þess að hann storkaði veldi Vladímírs Pútín forseta. Húsleit á heimili fyrrverandi þingmanns og bandamanna Undanfarnar vikur hafa rússnesk yfirvöld gengið hart fram gegn stjórnarandstöðu- og andófsfólki, ekki síst bandamönnum Alexeis Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem dúsir sjálfur í fangelsi. Lögregla gerði húsleit á heimili Dmitry Gudkov, fyrrverandi stjórnarandstöðuþingsmanns sem hyggur á framboð í september, og tveggja samstarfsmanna hans í dag. AP segir að talið sé að aðgerðunum sé ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan í landinu geti veitt Sameinuðu Rússlandi, flokki Pútín forseta, keppni í þingkosningunum í haust. Vinsældir flokksins hafa dalað nokkuð vegna efnahagsþrenginga í kórónuveirufaraldrinum. Saksóknari krefst þess nú að samtök Navalní gegn spillingu og svæðisskrifstofur þeirra verði lýst öfgasamtök og starfsemi þeirra bönnuð. Rússneska þingið hefur einnig til meðferðar frumvarp sem myndi banna hverjum þeim sem er félagi í öfgasamtökum, styrkir þau fjárhagslega eða styður að bjóða sig fram til opinbers embættis. Verði frumvarpið að lögum yrði bandamönnum Navanlí bannað að bjóða sig fram til þings í haust.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18