Íslendingar megi ekki sofna á verðinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2021 20:00 Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum. Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“ Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Málið snýst um njósnir sem bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin stóð fyrir frá 2012 til 2014. Danska leyniþjónustan veitti Bandaríkjamönnum aðgang að ljósleiðurum sem gerði þeim kleift að skoða símtöl, sms-skilaboð, tölvupósta og fleira. Uppljóstrarar greindu frá njósnum Bandaríkjamanna á þýskum leiðtogum árið 2013 en fyrst var greint frá þætti Dana í fyrra. Norrænir ríkismiðlar, í samstarfi við fjölmiðla í Frakklandi og Þýskalandi, hafa nú sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi notið aðstoðar Dana þegar þeir njósnuðu um Angelu Merkel og aðra þýska leiðtoga. Einnig um stjórnmálamenn í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en ekki liggur fyrir með hverjum var fylgst. Málið, og þá sérstaklega þáttur Dana, hefur vakið afar hörð viðbrögð í Evrópu. „Ég hef beðið um upplýsingar sem tengjast sænskum fyrirtækjum, hagsmunum og borgurum,“ sagði Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svía, í dag. Mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sömuleiðis farið fram á við Dani að fá allar upplýsingar sem gætu snúið að Íslandi. „Það er afskaplega mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið og það sé á hreinu hvað er um að ræða. Samband okkar við okkar nánustu vinaþjóðir byggist á trausti. Ef eitthvað hefur komið þarna upp, sem maður hefur áhyggjur af, er afar mikilvægt að upplýst sé um það og farið yfir hvernig það hefur getað komið til,“ segir Guðlaugur Þór. Íslendingar megi ekki við því að sofna á verðinum hvað varðar netöryggismál. „Við erum nú, og það var ákveðið síðasta haust, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál. Það kom fjármagn í það frá þinginu. Sömuleiðis hef ég sett upp fjölþátta deild innan varnarmálaskrifstofunnar. Síðan má líka nefna það að nú er samgöngu- og sveitastjórnaráðherra með frumvarp um fjarskipti þar sem í 87. greininni er tekið sérstaklega á þessu. Þannig sem betur fer hefur verið brugðist við.“
Danmörk Netöryggi Bandaríkin Utanríkismál Alþingi Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira