Utanríkisráðuneytið krefur Dani svara um njósnir og lýsir yfir vonbrigðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. maí 2021 14:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafist skýringa frá Dönum vegna fregna um aðstoð þeirra við njósnir Bandaríkjamanna. Greint hefur verið frá því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hafi með hjálp danskra stjórnvalda njósnað um fjölda evrópskra stjórnmálamanna í nokkrum löndum á árunum 2012 til 2014. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, spurði hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni eða hvort þetta kallaði á einhver viðbrögð. Guðlaugur sagði málið grafalvarlegt og grafa undan trausti í samskiptum „þessara miklu vina og bandalagsþjóða.“ Hann sagði utanríkisráðuneytið hafa krafist skýringa frá Dönum og komið áhyggjum og vonbrigðum skýrt á framfæri. „Utanríkisráðuneytið hefur enn fremur krafist þess að Danir upplýsi undanbragðalaust hvort þessar njósnir hafi beinst að íslenskum hagsmunum, þar með talið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum hér á landi,“ sagði Guðlaugur. Embættismenn utanríkisráðuneytisins hafi átt samtöl við staðgengil sendiherra Danmerkur hér á landi sem og við fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins um málið. „Í sömu samtölum höfum við krafist upplýsinga um það hvort sú starfsemi sem þarna er lýst hafi snúist gegn íslenskum hagsmunum, íslenskum stjórnmálamönnum, stofnunum eða fyrirtækjum,“ sagði Guðlaugur. Hann vísaði til frétta síðan í fyrra um að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega nýtt náið samstarf ríkjanna til þess að njósna um danska ríkisborgara auk ásakana um að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um lykilráðuneyti og einkafyrirtæki í Danmörku. „Það olli eðlilega áhyggjum, bæði í Danmörku en einnig hérlendis og víðar meðal bandamanna og samstarfsþjóða Danmerkur. Við komum þeim áhyggjum sterkt á framfæri við ráðamenn í Danmörku á þeim tíma. Nú virðist sem þær áhyggjur hafi verið á rökum reistar og að samstarf dönsku leyniþjónustunnar og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi rist dýpra en áður var talið og meðal annars falið í sér njósnir um háttsettra stjórnmálamenn, embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í nánum bandalagsríkjum Danmerkur.“ Hann sagði traust og trúnað lykilþætti í samskiptum vinaþjóða. „Mál á borð við þetta geta grafið undan slíku trausti. Það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á tímum fjölþátta ógna. Því miður eru ríki sem hafa beinlínis hag af því að grafa undan trausti og samstöðu vina og bandalagsríkja á Vesturlöndum. Við höfum krafist þess að spilin verði lögð á borðið. Það er grundvallaratriði ef okkur á að auðnast að takast á við þessa áskorun að byggja upp nauðsynlegt samstarf til framtíðar.“ Alþingi Danmörk Utanríkismál Bandaríkin Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Greint hefur verið frá því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hafi með hjálp danskra stjórnvalda njósnað um fjölda evrópskra stjórnmálamanna í nokkrum löndum á árunum 2012 til 2014. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, spurði hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni eða hvort þetta kallaði á einhver viðbrögð. Guðlaugur sagði málið grafalvarlegt og grafa undan trausti í samskiptum „þessara miklu vina og bandalagsþjóða.“ Hann sagði utanríkisráðuneytið hafa krafist skýringa frá Dönum og komið áhyggjum og vonbrigðum skýrt á framfæri. „Utanríkisráðuneytið hefur enn fremur krafist þess að Danir upplýsi undanbragðalaust hvort þessar njósnir hafi beinst að íslenskum hagsmunum, þar með talið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum hér á landi,“ sagði Guðlaugur. Embættismenn utanríkisráðuneytisins hafi átt samtöl við staðgengil sendiherra Danmerkur hér á landi sem og við fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins um málið. „Í sömu samtölum höfum við krafist upplýsinga um það hvort sú starfsemi sem þarna er lýst hafi snúist gegn íslenskum hagsmunum, íslenskum stjórnmálamönnum, stofnunum eða fyrirtækjum,“ sagði Guðlaugur. Hann vísaði til frétta síðan í fyrra um að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega nýtt náið samstarf ríkjanna til þess að njósna um danska ríkisborgara auk ásakana um að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um lykilráðuneyti og einkafyrirtæki í Danmörku. „Það olli eðlilega áhyggjum, bæði í Danmörku en einnig hérlendis og víðar meðal bandamanna og samstarfsþjóða Danmerkur. Við komum þeim áhyggjum sterkt á framfæri við ráðamenn í Danmörku á þeim tíma. Nú virðist sem þær áhyggjur hafi verið á rökum reistar og að samstarf dönsku leyniþjónustunnar og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi rist dýpra en áður var talið og meðal annars falið í sér njósnir um háttsettra stjórnmálamenn, embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í nánum bandalagsríkjum Danmerkur.“ Hann sagði traust og trúnað lykilþætti í samskiptum vinaþjóða. „Mál á borð við þetta geta grafið undan slíku trausti. Það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á tímum fjölþátta ógna. Því miður eru ríki sem hafa beinlínis hag af því að grafa undan trausti og samstöðu vina og bandalagsríkja á Vesturlöndum. Við höfum krafist þess að spilin verði lögð á borðið. Það er grundvallaratriði ef okkur á að auðnast að takast á við þessa áskorun að byggja upp nauðsynlegt samstarf til framtíðar.“
Alþingi Danmörk Utanríkismál Bandaríkin Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira