Viðurkenna ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 09:00 Frá minningarathöfn um fórnarlömb þjóðarmorðanna í Namibíu á nýlendutíma Þjóðverja sem fram fór í Berlín árið 2011. AP Þýsk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti viðurkennt formlega að hafa borið ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu á nýlendutíma sínum. Þjóðverjar hafa sömuleiðis samþykkt að greiða Namibíumönnum fjárhagslegar bætur vegna málsins. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist í morgun viðurkenna drápin sem þjóðarmorð. „Í ljósi sögulegrar og siðferðislegrar ábyrgðar Þýskalands, munum við óska eftir fyrirgefningu Namibíu og afkomendum fórnarlambanna,“ sagði Maas, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskir nýlendumenn stráfelldu tugi þúsunda af þjóðflokkum Herero- og Namamanna í Namibíu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Maas sagði að þýsk stjórnvöld myndu styðja við þróun Namibíu með stuðningsáætlun til næstu þrjátíu ára. Um 1,1 milljörðum evra, um 162 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag, verður varið í áætlunina sem ætlað er til stuðnings uppbyggingu innviða, heilbrigðismála og fleira. BBC segir frá því að leiðtogar sumra þjóðarbrota í Namibíu hafi neitað að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið við Þjóðverja. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas.AP Drápin hófust 1904 Viðræður Þjóðverja og Namibíumanna um málið hafa staðið síðustu fimm árin, en nýlendutími Þýskalands í Namibíu stóð frá 1884 til 1915. Fjöldamorðin hófust árið 1904 eftir uppreisn Herero og Namafólks í kjölfar landtöku Þjóðverja, en margir hafa lýst morðum Þjóðverja í Namibíu sem „hinu gleymda þjóðarmorði“. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda þeirra sem létu lífið, en ljóst þykir að um hafi verið að ræða tugi þúsunda sem leiddi til gríðarlegrar fækkunar Herero og Namafólks. Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að búist sé við að sérstök yfirlýsing verði undirrituð af þýska utanríkisráðherranum í namibísku höfuðborginni Windhoek í næstu viku og hún tekin til meðferðar og svo staðfest af þjóðþingum ríkjanna að því loknu. Þá er reiknað með að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, haldi til Namibíu til að biðjast opinberlega afsökunar á málinu fyrir hönd þýsku þjóðarinnar. Þýskaland Namibía Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist í morgun viðurkenna drápin sem þjóðarmorð. „Í ljósi sögulegrar og siðferðislegrar ábyrgðar Þýskalands, munum við óska eftir fyrirgefningu Namibíu og afkomendum fórnarlambanna,“ sagði Maas, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskir nýlendumenn stráfelldu tugi þúsunda af þjóðflokkum Herero- og Namamanna í Namibíu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Maas sagði að þýsk stjórnvöld myndu styðja við þróun Namibíu með stuðningsáætlun til næstu þrjátíu ára. Um 1,1 milljörðum evra, um 162 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag, verður varið í áætlunina sem ætlað er til stuðnings uppbyggingu innviða, heilbrigðismála og fleira. BBC segir frá því að leiðtogar sumra þjóðarbrota í Namibíu hafi neitað að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið við Þjóðverja. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas.AP Drápin hófust 1904 Viðræður Þjóðverja og Namibíumanna um málið hafa staðið síðustu fimm árin, en nýlendutími Þýskalands í Namibíu stóð frá 1884 til 1915. Fjöldamorðin hófust árið 1904 eftir uppreisn Herero og Namafólks í kjölfar landtöku Þjóðverja, en margir hafa lýst morðum Þjóðverja í Namibíu sem „hinu gleymda þjóðarmorði“. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda þeirra sem létu lífið, en ljóst þykir að um hafi verið að ræða tugi þúsunda sem leiddi til gríðarlegrar fækkunar Herero og Namafólks. Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að búist sé við að sérstök yfirlýsing verði undirrituð af þýska utanríkisráðherranum í namibísku höfuðborginni Windhoek í næstu viku og hún tekin til meðferðar og svo staðfest af þjóðþingum ríkjanna að því loknu. Þá er reiknað með að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, haldi til Namibíu til að biðjast opinberlega afsökunar á málinu fyrir hönd þýsku þjóðarinnar.
Þýskaland Namibía Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira