Biden og Pútín funda í Genf Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 14:31 Frá fundi Bidens og Pútíns árið 2011. AP(Alexei Druzhinin Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. Biden mun ferðast til Evrópu í næsta mánuði. Fyrst fer hann til Bretlands á leiðtogafund G7 ríkjanna og því næst fer hann til Brussel á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann mun síðan eiga fund með Putin í Genf hinn 16. júní. Í stuttri yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir að Biden vilji ræða við Pútín um ýmis málefni og að markmið ríkisstjórnar Bidens sé að koma stöðugleika á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Biden lagði fyrst til við Pútín að þeir myndu hittast er þær ræddu saman í síma í apríl. Þá var ríkisstjórn Bidens að undirbúa refsiaðgerðir gegn Rússlandi í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem Biden hafði verið við völd. Þær refsiaðgerðir voru til komnar vegna þess að eitrað var fyrir Alexei Navalní og vegna SolarWinds tölvuárásarinnar. Í kosningabaráttu Bidens og Donalds Trump, fyrrverandi forseta, gagnrýndi Biden forvera sinn harðlega fyrir það hvernig hann háttaði samskiptum sínum við Pútín. Sjá einnig: Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Skömmu eftir að hann tók við embætti sagði Biden að hann ætlaði að herða afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist forsetinn til að mynda hafa sagt Pútín í síma að Bandaríkin myndu ekki lengur lúffa fyrir Rússlandi og sætta sig við óvinveittar aðgerðir Rússa. Vísaði hann þar til afskipta af forsetakosningum, tölvuárása og banatilræða með taugaeitri. Bandaríkin Joe Biden Rússland Sviss Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Biden mun ferðast til Evrópu í næsta mánuði. Fyrst fer hann til Bretlands á leiðtogafund G7 ríkjanna og því næst fer hann til Brussel á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann mun síðan eiga fund með Putin í Genf hinn 16. júní. Í stuttri yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir að Biden vilji ræða við Pútín um ýmis málefni og að markmið ríkisstjórnar Bidens sé að koma stöðugleika á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Biden lagði fyrst til við Pútín að þeir myndu hittast er þær ræddu saman í síma í apríl. Þá var ríkisstjórn Bidens að undirbúa refsiaðgerðir gegn Rússlandi í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem Biden hafði verið við völd. Þær refsiaðgerðir voru til komnar vegna þess að eitrað var fyrir Alexei Navalní og vegna SolarWinds tölvuárásarinnar. Í kosningabaráttu Bidens og Donalds Trump, fyrrverandi forseta, gagnrýndi Biden forvera sinn harðlega fyrir það hvernig hann háttaði samskiptum sínum við Pútín. Sjá einnig: Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Skömmu eftir að hann tók við embætti sagði Biden að hann ætlaði að herða afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist forsetinn til að mynda hafa sagt Pútín í síma að Bandaríkin myndu ekki lengur lúffa fyrir Rússlandi og sætta sig við óvinveittar aðgerðir Rússa. Vísaði hann þar til afskipta af forsetakosningum, tölvuárása og banatilræða með taugaeitri.
Bandaríkin Joe Biden Rússland Sviss Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira