Neytendastofa segir að Poulsen hafi talið að notkun á léninu skapi hættu á ruglingi fyrir neytendur því sjón- og hljóðlíking væri alger enda sé það aðeins stafurinn „u“ sem skilji á milli lénanna.
Í ákvörðuninni má sjá að í erindi Poulsen sé tekið fram að Poulsen flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og iðnvélar, og að fyrirtækið hafi hafið störf hér á landi árið 1910. Þá reki félagið jafnframt verkstæðisþjónustu fyrir bifreiðar og vefverslun á léninu poulsen.is. Félagið hafi skráð lénið poulsen.is árið 1997 og haldið því úti frá þeim tíma. Starfsemi félagsins hafi þó verið rekin undir vörumerkinu POULSEN allt frá stofnun þess.
Orka sé keppinautur Poulsen, sem meðal annars flytji inn og selji varahluti í bifreiðar og reki auk þess þjónustuverkstæði. Orka haldi úti léninu bilrudur.is, þar sem finna megi upplýsingar um starfsemina.
Flytja inn Polsen heyrnartól
„Orka hafnaði því að hætta væri á ruglingi og benti á að þegar komið væri inn á vefsíðuna væri hún skilmerkilega merkt Orku og hvergi minnst á Poulsen. Félagið flytji inn og selja heyrnartól frá framleiðandanum Polsen og þannig sé lénið tilkomið.
Við ákvörðun í málinu leit Neytendastofa til þess að fyrirtækin eru keppinautar. Veruleg líkindi séu með lénunum auk þess sem þau eru borin fram sem sama hætti. Þá hafði áhrif að þegar neytendur slá inn vefslóðina polsen.is flytjast þeir beint inn á aðalsíðu Orku, bilrudur.is, og tengist lénið þar með markaðssetningu á Polsen heyrnartólum ekki með beinum hætti.
Neytendastofa taldi hættu á ruglingi vegna líkinda lénanna og því væri Orku bönnuð notkun þess,“ segir á vef Neytendastofnunar.