Bólusetningar og fjöldaskimanir til að sporna gegn útbreiðslu indverska afbrigðisins Sylvía Hall skrifar 15. maí 2021 22:30 Á þeim svæðum sem indverska afbrigðið er í mikilli útbreiðslu hefur fólk verið hvatt til þess að taka svokölluð LFD próf sem fólk getur tekið heima hjá sér, þrátt fyrir að finna ekki fyrir einkennum. Getty/Anthony Devlin Þrefalt fleiri tilfelli indverska afbrigðisins greindust undanfarna vikuna í Bretlandi samanborið við vikuna áður. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að láta bólusetja sig til að sporna gegn útbreiðslu afbrigðisins og mun herinn aðstoða við fjöldaskimanir á svæðum þar sem afbrigðið er í mikilli útbreiðslu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir Edward Argar heilbrigðisráðherra að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað lítillega undanfarið, þá aðallega hjá fólki í aldurshópnum 35 til 65 ára sem enn er óbólusett. Til stendur að slaka á sóttvarnaaðgerðum á mánudag í ljósi þess hversu vel hefur gengið að bólusetja í Bretlandi. Útbreiðsla nýja afbrigðisins veldur þó mörgum áhyggjum, þá sérstaklega sérfræðingum sem hafa hvatt fólk til þess að fara sér hægt þegar slakað verður á takmörkunum innanlands. Almenningur bíður í röð við svokallaða bólusetningarrútu þar sem fólki býðst að fá skammt af bóluefni.Getty/Anthony Devlin Bresku læknasamtökin hafa lýst yfir efasemdum um tilslakanir á þessum tímapunkti. Enn séu „lykilhópar“ samfélagsins óbólusettir, þ.e. yngra fólk, sem gætu enn komið af stað bylgju þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum. Yfirvöld verði að fylgjast náið með stöðunni. Þrátt fyrir efasemdir sérfræðinga sagði Boris Johnson forsætisráðherra í gær að núverandi tölfræði benti ekki til þess að ástæða væri til að fresta áformum um tilslakanir, en í næsta skrefi munu veitingastaðir og krár fá leyfi til þess að taka á móti gestum innandyra. Nýja afbrigðið gæti þó sett strik í reikninginn varðandi þær tilslakanir sem hafa verið boðaðar í kjölfar næstu. „Þetta nýja afbrigði gæti raskað áformum okkar og gert okkur erfiðara fyrir í næsta skrefi í júní,“ sagði Johnson í gær. „Ég hvet alla til að fara varlega því þær ákvarðanir sem við tökum á næstu dögum munu hafa gífurleg áhrif á næstu vikur.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir Edward Argar heilbrigðisráðherra að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað lítillega undanfarið, þá aðallega hjá fólki í aldurshópnum 35 til 65 ára sem enn er óbólusett. Til stendur að slaka á sóttvarnaaðgerðum á mánudag í ljósi þess hversu vel hefur gengið að bólusetja í Bretlandi. Útbreiðsla nýja afbrigðisins veldur þó mörgum áhyggjum, þá sérstaklega sérfræðingum sem hafa hvatt fólk til þess að fara sér hægt þegar slakað verður á takmörkunum innanlands. Almenningur bíður í röð við svokallaða bólusetningarrútu þar sem fólki býðst að fá skammt af bóluefni.Getty/Anthony Devlin Bresku læknasamtökin hafa lýst yfir efasemdum um tilslakanir á þessum tímapunkti. Enn séu „lykilhópar“ samfélagsins óbólusettir, þ.e. yngra fólk, sem gætu enn komið af stað bylgju þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum. Yfirvöld verði að fylgjast náið með stöðunni. Þrátt fyrir efasemdir sérfræðinga sagði Boris Johnson forsætisráðherra í gær að núverandi tölfræði benti ekki til þess að ástæða væri til að fresta áformum um tilslakanir, en í næsta skrefi munu veitingastaðir og krár fá leyfi til þess að taka á móti gestum innandyra. Nýja afbrigðið gæti þó sett strik í reikninginn varðandi þær tilslakanir sem hafa verið boðaðar í kjölfar næstu. „Þetta nýja afbrigði gæti raskað áformum okkar og gert okkur erfiðara fyrir í næsta skrefi í júní,“ sagði Johnson í gær. „Ég hvet alla til að fara varlega því þær ákvarðanir sem við tökum á næstu dögum munu hafa gífurleg áhrif á næstu vikur.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira