Oddur skoraði fjögur mörk í fjögurra marka tapi Balingen-Weilstetten gegn Kiel á útivelli. Leikurinn var nokkuð jafn en Kiel alltaf skrefi á undan. Staðan í hálfleik 21-19 Kiel í vil og sama upp á teningnum í síðari hálfleik.
Rhein-Neckar Löwen tapaði nokkuð óvænt fyrir Erlangen á heimavelli í dag, lokatölur 30-26 gestunum í vil. Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Ljónin í dag.
Löwen er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar með 42 stig að loknum 31 leik. Magdeburg er í 4. sæti með 40 stig en á þrjá leiki til góða.
Balingen-Weilstetten er sem stendur í 16. sæti með 20 stig en Ludwigshafen er í 17. sæti – fallsæti – með 17 stig og á tvo leiki til góða. Balingen því ekki enn búið að hrista falldrauginn af sér.