Einföld breyting sem skilar sér beint í vasa fólks Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. maí 2021 13:31 Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Skattar og tollar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fær tekjur af eignum sínum, svo sem leigusalar og hlutabréfaeigendur, fær meiri skattaafslátt en þau okkar sem eingöngu hafa tekjur af laununum okkar. Í dag má fólk hafa fjármagnstekjur upp á 300 þúsund krónur á ári áður en það greiðir skatta af þessum tekjum, sem gerir samtals 66.000 kr. í skattaafslátt á ári. Í einföldu máli er þetta því skattaafsláttur sem gagnast öllum þeim sem t.d. eiga peninga á bankabók eða fá greiddan arð af hlutabréfum. Þar að auki getur fólk sem er með miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur fært hluta af persónuafslætti sínum og gert hann að viðbótarafslætti af skattgreiðslum vegna fjármagnstekna. Hins vegar er mjög stór hluti Íslendinga ekki með nægilega háar fjármagnstekjur til þess að fullnýta þetta 300 þúsund krónu frítekjumark - og verður því af skattaafslættinum sem það hefur rétt á. Píratar vilja breyta því. Til einföldunar má sjá hér mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig persónuafsláttur af launatekjum og frítekjumark fjármagnstekna spilar saman. Píratar hafa því lagt fram frumvarp sem leggur til einfalda breytingu á lögum um tekjuskatt. Hafi fólk ekki nýtt sér allt frítekjumarkið bætist það einfaldlega við persónuafsláttinn þeirra. Þannig njóta allir launþegar þessa skattaafsláttar til jafns við fjármagnseigendur. Þetta má gera með einni setningu, og þar af leiðandi bæta 66.000 krónum við persónuafslátt þeirra sem eingöngu hafa tekjur af launum sínum. Einfalt í framkvæmd og nýtist mörgum Sem fyrr segir nemur frítekjumark fjármagnstekna 300 þúsund krónum á ári. Hafi einstaklingur ekki gengið á frítekjumarkið að nokkru leyti myndi þetta því þýða að persónuafsláttur hans það árið myndi hækka um 66 þúsund krónur. Framkvæmdin yrði ekkert sérstaklega flókin að mati Pírata. Útreikningarnir færu fram samhliða skattalegu uppgjöri einstaklinga. Því myndi ónýtt frítekjumark ekki bætast við mánaðarlega nýtingu persónuafsláttar á árinu heldur raungerast í formi endurgreiðslu frá Skattinum um mitt næsta ár. Áætlað er, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum fyrir árin 2018 og 2019, að frumvarpið myndi kosta ríkissjóð um 4,4 milljarða á ári – sem rynni í staðinn beint í vasa fólks. Þessir peningar myndu einna helst nýtast annarri til sjöundu tekjutíund, en einstaklingar í lægstu tekjutíund myndu hins vegar bera skarðan hlut frá borði. Tekjur þeirra duga ekki til að fullnýta núverandi persónuafslátt, hvað þá viðbótina sem hér er boðuð. Ljóst er því að þetta frumvarp eitt og sér er ekki nógu gott sem verkfæri til að jafna tekjur einstaklinga. Möguleg lausn á því væri að breyta persónuafslætti fólks í útgreiðanlegan persónuarð eins og Píratar hafa lagt til, sem myndi kosta ríkissjóð 15 milljarða króna til viðbótar. Aftur á móti myndu 12 milljarðar króna af þeirri upphæð renna beint til allra fátækasta fólksins, þeirra í lægstu tekjutíundinni, sem myndu eftir breytinguna hafa um 435 þúsund krónur aukalega á milli handanna á ári. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar