Tímabilið gefur okkur ástæðu til bjartsýni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2021 20:30 Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær segir að tímabil Manchester United í heild sinni gefi ástæðu til bjartsýni og að liðið hafi stórbætt sig. Þá sagði hann að fjöldi leikja undanfarið hafi verið ástæðan fyrir öllum breytingunum í kvöld. Man United tapaði 2-1 fyrir Leicester City í kvöld en um var að ræða þriðja leikinn af fjórum á aðeins sjö dögum. Tapið þýðir að Manchester City er enskur meistari en Solskjær var samt nokkuð brattur í leikslok er hann ræddi við BBC. „Við höfum spilað fjöldann allan af leikjum undanfarið og þurftum að gera mikið af breytingum, það vann aðeins gegn okkur í kvöld. Amad var mjög góður, Anthony Elanga gaf okkur eitthvað öðruvísi og mér fannst Mason Greenwood frábær, ég veit hvað hann getur gert fyrir framan markið,“ sagði sá norski að leik loknum. Amad og Elanga voru að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku sitthvoru megin við Greenwood í fremstu víglínu Man Utd í kvöld. „Það er allt hitt sem hann er að gera. Hvað hann er þrautseigur og hvernig hann leiddi línuna í kvöld. Honum leið eins og hann þyrfti að axla ábyrgð og hann gerði það frá upphafi til enda en ég ákvað að taka hann af velli þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á fimm dögum,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu Greenwood en framherjinn ungi skoraði glæsilegt mark í kvöld. „Við náðum aðeins að fara yfir hlutina á æfingu í gær og í morgun en við höfum ekki haft mikinn tíma til að undirbúa okkur, það sást örugglega snemma leiks,“ sagði Ole um tapið. „Tímabilið í heild sinni gefur okkur ástæðu til bjartsýni en við getum einnig bætt okkur. Við höfum elt Manchester City næstum alla leið, þangað til það eru 10-12 dagar eftir af tímabilinu og það er ágætis afrek þar sem þeir eru með mjög gott lið. Þeir eru verðugir meistarar og ég verð að hrósa þeim því þeir hafa spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili,“ sagði Solskjær að lokum um Englandsmeistara Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Man United tapaði 2-1 fyrir Leicester City í kvöld en um var að ræða þriðja leikinn af fjórum á aðeins sjö dögum. Tapið þýðir að Manchester City er enskur meistari en Solskjær var samt nokkuð brattur í leikslok er hann ræddi við BBC. „Við höfum spilað fjöldann allan af leikjum undanfarið og þurftum að gera mikið af breytingum, það vann aðeins gegn okkur í kvöld. Amad var mjög góður, Anthony Elanga gaf okkur eitthvað öðruvísi og mér fannst Mason Greenwood frábær, ég veit hvað hann getur gert fyrir framan markið,“ sagði sá norski að leik loknum. Amad og Elanga voru að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku sitthvoru megin við Greenwood í fremstu víglínu Man Utd í kvöld. „Það er allt hitt sem hann er að gera. Hvað hann er þrautseigur og hvernig hann leiddi línuna í kvöld. Honum leið eins og hann þyrfti að axla ábyrgð og hann gerði það frá upphafi til enda en ég ákvað að taka hann af velli þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á fimm dögum,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu Greenwood en framherjinn ungi skoraði glæsilegt mark í kvöld. „Við náðum aðeins að fara yfir hlutina á æfingu í gær og í morgun en við höfum ekki haft mikinn tíma til að undirbúa okkur, það sást örugglega snemma leiks,“ sagði Ole um tapið. „Tímabilið í heild sinni gefur okkur ástæðu til bjartsýni en við getum einnig bætt okkur. Við höfum elt Manchester City næstum alla leið, þangað til það eru 10-12 dagar eftir af tímabilinu og það er ágætis afrek þar sem þeir eru með mjög gott lið. Þeir eru verðugir meistarar og ég verð að hrósa þeim því þeir hafa spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili,“ sagði Solskjær að lokum um Englandsmeistara Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01