Ásmundur vill kanna hvort Alþingi sé ekki örugglega vímuefnalaus vinnustaður Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2021 15:06 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur heilshugar undir með manni sem ritaði þingheimi öllum bréf þar sem frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta er fordæmt. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson hefur lýst yfir þeim vilja sínum að kannað verði sérstaklega hvort Alþingi Íslendinga sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýni þannig gott fordæmi. Þingmenn ráku sumir hverjir upp stór augu þegar þeim í morgun barst tölvupóstur frá Ásmundi þar sem hann tók afar einarða afstöðu í fíkniefnamálum: „Bestu þakkir fyrir þennan póst og þessar hugleiðingar þínar. Tek heilshugar undir þær. Það væri vel til fundið að kanna hvort Alþingi sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýna þannig gott fordæmi,“ segir í tölvupósti Ásmundar sem Vísir hefur undir höndum. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þarna er um að ræða svar Ásmundar til einstaklings sem hafði sent bréf sem stílað var á þingheim allan. Þar geldur sá, í alllöngu máli, varhug við afglæpavæðingu neysluskammta sem mjög hefur verið til umræðu á þinginu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Afstaða til þess virðist ganga þvert á flokkslínur og þvert á stjórn/stjórnarandstöðu, eins og sýnir sig í afdráttarlausu bréfi Ásmundar. Ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætlaði að gera „svara öllum“ fyrir slysni eða hvort hann ætlaði svarpóst sinn einungis til bréfritara. Í bréfinu til þingmanna, því sem Ásmundur kvittar heilshugar undir, segir meðal annars: „Ég heiti á ykkur ágætu þingmenn að hugleiða mjög vel afstöðu ykkar til þess hvort heimila eigi neyslu eiturlyfja í okkar góða þjóðfélagi. Hugsið til fjölskyldna ykkar og um framtíð afkomenda ykkar þegar þið greiðið þessu skelfilega frumvarpi heilbrigðisráðherra atkvæði.“ Alþingi Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54 Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Þingmenn ráku sumir hverjir upp stór augu þegar þeim í morgun barst tölvupóstur frá Ásmundi þar sem hann tók afar einarða afstöðu í fíkniefnamálum: „Bestu þakkir fyrir þennan póst og þessar hugleiðingar þínar. Tek heilshugar undir þær. Það væri vel til fundið að kanna hvort Alþingi sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýna þannig gott fordæmi,“ segir í tölvupósti Ásmundar sem Vísir hefur undir höndum. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þarna er um að ræða svar Ásmundar til einstaklings sem hafði sent bréf sem stílað var á þingheim allan. Þar geldur sá, í alllöngu máli, varhug við afglæpavæðingu neysluskammta sem mjög hefur verið til umræðu á þinginu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Afstaða til þess virðist ganga þvert á flokkslínur og þvert á stjórn/stjórnarandstöðu, eins og sýnir sig í afdráttarlausu bréfi Ásmundar. Ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætlaði að gera „svara öllum“ fyrir slysni eða hvort hann ætlaði svarpóst sinn einungis til bréfritara. Í bréfinu til þingmanna, því sem Ásmundur kvittar heilshugar undir, segir meðal annars: „Ég heiti á ykkur ágætu þingmenn að hugleiða mjög vel afstöðu ykkar til þess hvort heimila eigi neyslu eiturlyfja í okkar góða þjóðfélagi. Hugsið til fjölskyldna ykkar og um framtíð afkomenda ykkar þegar þið greiðið þessu skelfilega frumvarpi heilbrigðisráðherra atkvæði.“
Alþingi Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54 Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54
Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41