Aðgerðir til að verjast uppgangi skipulagðra glæpahópa Karl Gauti Hjaltason skrifar 7. maí 2021 18:01 Umræða um uppgang skipulagðra glæpahópa hefur verið áberandi undanfarið. Hættan sem steðjar að þessari vá er þó ekki nýtilkomin og ábendingar hafa margítrekað komið frá lögreglu. Alvarlegasta ógnin að náttúruhamförum frátöldum Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ritað ítarlegar skýrslur þar sem vaxandi áhættu er líst. Í síðustu skýrslunni, sem er frá 2019 segir: „Að náttúruhamförum frátöldum telur greiningardeild ríkislögreglustjóra skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur áhrif á líf og heilsu fólks og samfélagið í heild …“ Skýrar er vart unnt að tala. Áhrif af starfsemi þessara hópa eru margvísleg og ekki öll augljós: „Áhrif skipulagðrar glæpastarfsemi á samfélagið eru margvísleg og öll neikvæð. Það á við um tíðni afbrota, alvarleika þeirra, neikvæð áhrif á viðskiptalíf og vinnumarkað, þar á meðal skekkta samkeppnisstöðu og fjártjón fyrirtækja, tekjumissi hins opinbera auk þess sem skipulagðri brotastarfsemi fylgir ofbeldi sem verður til þess að draga almennt úr öryggi í samfélaginu.“ Geta lögreglunnar Niðurstaða greiningardeildarinnar er einnig sú að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta hennar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er mjög lítil. Benda þeir á ýmsar leiðir til að takast á við þessa ógn, nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum við rannsóknir á glæpum á þessu sviði en þarf að fjölga almennum lögreglumönnum svo unnt sé að sinna frumkvæðislöggæslu við afbrotavarnir, sem oft leiða til uppljóstrunar brota af þessu tagi. Skýrslubeiðni um aðgerðir Fyrir skömmu samþykkti Alþingi samhljóða beiðni mín um að dómsmálaráðherra skilaði skýrslu um uppgang skipulagðra glæpahópa á Íslandi og viðbrögð við því. Þar verði gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem hefur verið ráðist í og fyrirhugaðar eru til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Tilefnið er ærið að fá upplýst til hvaða úrræða hefur verið gripið í tilefni af viðvörunum greiningardeildarinnar, svo alvarlegar hafa þær verið. Rannsóknarúrræði Mikilvægt er að greint verði frá því hvort ábendingum greiningardeildar um rýmkuð rannsóknarúrræði lögreglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá þarf að upplýsa hvort aukin áhersla hafi verið lögð á farþegalistagreiningar við landamæraeftirlit og hvort til standi að auðvelda brottvísanir erlendra aðila sem verða uppvísir að afbrotum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Misnotkun af margvíslegum toga Í beiðninni er þess einnig óskað að upplýst verði hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi kunni, sökum bágrar félagsstöðu, að sæta misnotkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem mansali og hvaða aðgerðir eru áformaðar til að vinna gegn slíku. Loks verði greint frá því hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustukerfið sem lið í skipulagðri starfsemi sinni. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda og ýmsa félagslega aðstoð sem stendur þeim til boða. Grípa þarf til aðgerða án tafar Hér ræðir um bresti sem lögreglan telur að berja þurfi í svo takist að afstýra því að skipulögðum glæpahópum vaxi ásmegin hér á landi. Eftir líkani löggæsluáætlunar um fjögur áhættustig er það niðurstaða greiningardeildar að skipulögð glæpastarfsemi valdi „gífurlegri áhættu“ en það er alvarlegasta stigið. Því er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi lögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Miðflokkurinn Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Umræða um uppgang skipulagðra glæpahópa hefur verið áberandi undanfarið. Hættan sem steðjar að þessari vá er þó ekki nýtilkomin og ábendingar hafa margítrekað komið frá lögreglu. Alvarlegasta ógnin að náttúruhamförum frátöldum Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ritað ítarlegar skýrslur þar sem vaxandi áhættu er líst. Í síðustu skýrslunni, sem er frá 2019 segir: „Að náttúruhamförum frátöldum telur greiningardeild ríkislögreglustjóra skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur áhrif á líf og heilsu fólks og samfélagið í heild …“ Skýrar er vart unnt að tala. Áhrif af starfsemi þessara hópa eru margvísleg og ekki öll augljós: „Áhrif skipulagðrar glæpastarfsemi á samfélagið eru margvísleg og öll neikvæð. Það á við um tíðni afbrota, alvarleika þeirra, neikvæð áhrif á viðskiptalíf og vinnumarkað, þar á meðal skekkta samkeppnisstöðu og fjártjón fyrirtækja, tekjumissi hins opinbera auk þess sem skipulagðri brotastarfsemi fylgir ofbeldi sem verður til þess að draga almennt úr öryggi í samfélaginu.“ Geta lögreglunnar Niðurstaða greiningardeildarinnar er einnig sú að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta hennar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er mjög lítil. Benda þeir á ýmsar leiðir til að takast á við þessa ógn, nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum við rannsóknir á glæpum á þessu sviði en þarf að fjölga almennum lögreglumönnum svo unnt sé að sinna frumkvæðislöggæslu við afbrotavarnir, sem oft leiða til uppljóstrunar brota af þessu tagi. Skýrslubeiðni um aðgerðir Fyrir skömmu samþykkti Alþingi samhljóða beiðni mín um að dómsmálaráðherra skilaði skýrslu um uppgang skipulagðra glæpahópa á Íslandi og viðbrögð við því. Þar verði gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem hefur verið ráðist í og fyrirhugaðar eru til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Tilefnið er ærið að fá upplýst til hvaða úrræða hefur verið gripið í tilefni af viðvörunum greiningardeildarinnar, svo alvarlegar hafa þær verið. Rannsóknarúrræði Mikilvægt er að greint verði frá því hvort ábendingum greiningardeildar um rýmkuð rannsóknarúrræði lögreglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá þarf að upplýsa hvort aukin áhersla hafi verið lögð á farþegalistagreiningar við landamæraeftirlit og hvort til standi að auðvelda brottvísanir erlendra aðila sem verða uppvísir að afbrotum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Misnotkun af margvíslegum toga Í beiðninni er þess einnig óskað að upplýst verði hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi kunni, sökum bágrar félagsstöðu, að sæta misnotkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem mansali og hvaða aðgerðir eru áformaðar til að vinna gegn slíku. Loks verði greint frá því hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustukerfið sem lið í skipulagðri starfsemi sinni. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda og ýmsa félagslega aðstoð sem stendur þeim til boða. Grípa þarf til aðgerða án tafar Hér ræðir um bresti sem lögreglan telur að berja þurfi í svo takist að afstýra því að skipulögðum glæpahópum vaxi ásmegin hér á landi. Eftir líkani löggæsluáætlunar um fjögur áhættustig er það niðurstaða greiningardeildar að skipulögð glæpastarfsemi valdi „gífurlegri áhættu“ en það er alvarlegasta stigið. Því er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi lögreglustjóri.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun