EES-ríkin ekki lengur á „bannlista“ Evrópusambandsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 08:52 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að frá og með deginum í dag sé Ísland ekki lengur á lista Evrópusambandins. Vísir/Vilhelm Ísland er ekki lengur á lista Evrópusambandsins yfir þau ríki sem hefta á flutning bóluefnis gegn covid-19 til. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í gær. Evrópusambandið kynnti í lok mars hertar reglur sem ætlað er að takmarka útflutning á bólefni gegn covid-19 frá sambandinu. Samkvæmt þeirri reglugerð þurftu ríki utan ESB sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn veirunni frá ESB. Stjórnvöld hér á landi hafa síðan þá gagnrýnt ákvörðun ESB harðlega og segir Guðlaugur þá gagnrýni hafa borið árangur. „Við erum búin að vinna markvisst að því að benda Evrópusambandinu á að það er EES samningur í gangi og samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir tekið tillit til þess. Það er ánægjulegt að í þeirri tillögu sem kemur núna frá framkvæmdastjórninni þá erum við farin af þessum lista ásamt EES ríkjunum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Ísland er því á sama stað og önnur Evrópuríki hvað þetta varðar. „Já, enda eigum við að vera þar vegna þess að við erum með EES samning.“ „Auðvitað skiptir þetta máli. Það á að virða EES samninginn, það á að virða hann alltaf, líka við aðstæður sem þessar. Við höfum komið mjög ákveðnum mótmælum á framfæri síðan þetta kom fram,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur fundaði með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag og á laugardag fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem loks kom fram að sambandið myndi taka tillit til sjónarmiða yfirvalda hér á landi. „Samkvæmt heildum sem við höfum frá því í morgun hefur það gengið eftir. Reglugerðinni hefur verið breytt og að því gefnu að engin aðildarríki mótmæla því mun það ganga eftir.“ Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Evrópusambandið kynnti í lok mars hertar reglur sem ætlað er að takmarka útflutning á bólefni gegn covid-19 frá sambandinu. Samkvæmt þeirri reglugerð þurftu ríki utan ESB sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn veirunni frá ESB. Stjórnvöld hér á landi hafa síðan þá gagnrýnt ákvörðun ESB harðlega og segir Guðlaugur þá gagnrýni hafa borið árangur. „Við erum búin að vinna markvisst að því að benda Evrópusambandinu á að það er EES samningur í gangi og samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir tekið tillit til þess. Það er ánægjulegt að í þeirri tillögu sem kemur núna frá framkvæmdastjórninni þá erum við farin af þessum lista ásamt EES ríkjunum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Ísland er því á sama stað og önnur Evrópuríki hvað þetta varðar. „Já, enda eigum við að vera þar vegna þess að við erum með EES samning.“ „Auðvitað skiptir þetta máli. Það á að virða EES samninginn, það á að virða hann alltaf, líka við aðstæður sem þessar. Við höfum komið mjög ákveðnum mótmælum á framfæri síðan þetta kom fram,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur fundaði með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag og á laugardag fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem loks kom fram að sambandið myndi taka tillit til sjónarmiða yfirvalda hér á landi. „Samkvæmt heildum sem við höfum frá því í morgun hefur það gengið eftir. Reglugerðinni hefur verið breytt og að því gefnu að engin aðildarríki mótmæla því mun það ganga eftir.“
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40
Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12
Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58