EES-ríkin ekki lengur á „bannlista“ Evrópusambandsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 08:52 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að frá og með deginum í dag sé Ísland ekki lengur á lista Evrópusambandins. Vísir/Vilhelm Ísland er ekki lengur á lista Evrópusambandsins yfir þau ríki sem hefta á flutning bóluefnis gegn covid-19 til. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í gær. Evrópusambandið kynnti í lok mars hertar reglur sem ætlað er að takmarka útflutning á bólefni gegn covid-19 frá sambandinu. Samkvæmt þeirri reglugerð þurftu ríki utan ESB sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn veirunni frá ESB. Stjórnvöld hér á landi hafa síðan þá gagnrýnt ákvörðun ESB harðlega og segir Guðlaugur þá gagnrýni hafa borið árangur. „Við erum búin að vinna markvisst að því að benda Evrópusambandinu á að það er EES samningur í gangi og samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir tekið tillit til þess. Það er ánægjulegt að í þeirri tillögu sem kemur núna frá framkvæmdastjórninni þá erum við farin af þessum lista ásamt EES ríkjunum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Ísland er því á sama stað og önnur Evrópuríki hvað þetta varðar. „Já, enda eigum við að vera þar vegna þess að við erum með EES samning.“ „Auðvitað skiptir þetta máli. Það á að virða EES samninginn, það á að virða hann alltaf, líka við aðstæður sem þessar. Við höfum komið mjög ákveðnum mótmælum á framfæri síðan þetta kom fram,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur fundaði með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag og á laugardag fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem loks kom fram að sambandið myndi taka tillit til sjónarmiða yfirvalda hér á landi. „Samkvæmt heildum sem við höfum frá því í morgun hefur það gengið eftir. Reglugerðinni hefur verið breytt og að því gefnu að engin aðildarríki mótmæla því mun það ganga eftir.“ Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Evrópusambandið kynnti í lok mars hertar reglur sem ætlað er að takmarka útflutning á bólefni gegn covid-19 frá sambandinu. Samkvæmt þeirri reglugerð þurftu ríki utan ESB sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn veirunni frá ESB. Stjórnvöld hér á landi hafa síðan þá gagnrýnt ákvörðun ESB harðlega og segir Guðlaugur þá gagnrýni hafa borið árangur. „Við erum búin að vinna markvisst að því að benda Evrópusambandinu á að það er EES samningur í gangi og samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir tekið tillit til þess. Það er ánægjulegt að í þeirri tillögu sem kemur núna frá framkvæmdastjórninni þá erum við farin af þessum lista ásamt EES ríkjunum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Ísland er því á sama stað og önnur Evrópuríki hvað þetta varðar. „Já, enda eigum við að vera þar vegna þess að við erum með EES samning.“ „Auðvitað skiptir þetta máli. Það á að virða EES samninginn, það á að virða hann alltaf, líka við aðstæður sem þessar. Við höfum komið mjög ákveðnum mótmælum á framfæri síðan þetta kom fram,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur fundaði með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag og á laugardag fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem loks kom fram að sambandið myndi taka tillit til sjónarmiða yfirvalda hér á landi. „Samkvæmt heildum sem við höfum frá því í morgun hefur það gengið eftir. Reglugerðinni hefur verið breytt og að því gefnu að engin aðildarríki mótmæla því mun það ganga eftir.“
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40
Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12
Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent