Belgískur bóndi færði landamærin að Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 12:52 Bóndinn er talinn hafa verið þreyttur á því að landamærasteinn frá 1819 væri fyrir dráttarvélinni hans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Landamæri Belgíu og Frakklands sem voru mörkuð á fyrri hluta 19. aldar voru færð um rúmlega tvo metra nýlega. Belgískur bóndi sem var þreyttur á að steinn sem varðaði landamærin flæktist fyrir dráttarvélinni hans færði hann og stækkaði þannig heimaland sitt örlítið á kostnað Frakklands. Söguáhugamaður sem var á vappi í skógi tók eftir því að landamærasteininn á mörkum Frakklands og Belgíu hefði verið færður um 2,29 metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bóndinn reyndist hafa fært steininn inn í Frakkland. Yfirvöld beggja vegna landamæranna sáu spaugilegu hliðin. David Lavaux, bæjarstjóri Erquelinnes í Belgíu, sagðist þannig ánægður með uppátækið þar sem bærinn hans væri nú stærri. „En bæjarstjórinn í Bousignies-sur-Roc var ekki sammála,“ sagði Lavaux um nágrannabæinn handan landamæranna. „Við ættum að komast hjá nýju landamærastríði,“ sagði Aurélie Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc. Belgísk yfirvöld ætla að biðja bóndann um að færa steininn aftur á sinn stað. Geri hann það ekki gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og málið gæti þurft að fara fyrir sérstaka landamæranefnd hjá belgíska utanríkisráðuneytinu sem hefur ekki verið starfandi frá 1930. Núverandi landamærin, fyrir breytinguna, urðu til með Kortrijk-sáttmálanum sem Frakkar og Hollendingar skrifuðu undir árið 1820, fimm árum eftir að her Napóleóns beið ósigur í orrustunni í Waterloo. Steinarnir sem marka landamærin eru sagðir frá 1819. Belgía Frakkland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Söguáhugamaður sem var á vappi í skógi tók eftir því að landamærasteininn á mörkum Frakklands og Belgíu hefði verið færður um 2,29 metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bóndinn reyndist hafa fært steininn inn í Frakkland. Yfirvöld beggja vegna landamæranna sáu spaugilegu hliðin. David Lavaux, bæjarstjóri Erquelinnes í Belgíu, sagðist þannig ánægður með uppátækið þar sem bærinn hans væri nú stærri. „En bæjarstjórinn í Bousignies-sur-Roc var ekki sammála,“ sagði Lavaux um nágrannabæinn handan landamæranna. „Við ættum að komast hjá nýju landamærastríði,“ sagði Aurélie Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc. Belgísk yfirvöld ætla að biðja bóndann um að færa steininn aftur á sinn stað. Geri hann það ekki gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og málið gæti þurft að fara fyrir sérstaka landamæranefnd hjá belgíska utanríkisráðuneytinu sem hefur ekki verið starfandi frá 1930. Núverandi landamærin, fyrir breytinguna, urðu til með Kortrijk-sáttmálanum sem Frakkar og Hollendingar skrifuðu undir árið 1820, fimm árum eftir að her Napóleóns beið ósigur í orrustunni í Waterloo. Steinarnir sem marka landamærin eru sagðir frá 1819.
Belgía Frakkland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira