Ný velferðarstefna fyrir aldraða Guðjón S Brjánsson skrifar 3. maí 2021 18:00 Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum. Ný sýn stjórnvalda auðveldi eldra fólki umskipti í aðgengilegt húsnæði með virkum, þekktum og raunhæfum leiðum. Stefnuleysi og takmörkuð framtíðarsýn hefur ríkt í málaflokknum og brýnt að stjórnvöld stigi skref í þessa átt, sýni frumkvæði, forgangsraði með nýjum hætti og greiði með beinni aðkomu fyrir stórauknu framboði á hentugum og öruggum búsetumöguleikum. Beinir hvatar geta m.a. falist í fjárhagslegri fyrirgreiðslu þar sem það á við. Allt til þess að tóna niður áralanga og kostnaðarsama stofnanavistun. Í þessu sambandi verði fjölmargir möguleikar á sviði heilbrigðis- og velferðartækni nýttir eins og þekkt er víða um lönd. Sérstakt þróunarverkefni verði sett á laggirnar varðandi þennan þátt. Að þessu beinist okkar sýn í Samfylkingunni og áskoranir gagnvart fagfólki sem velur sér öldrunarþjónustu sem starfsvettvang eru talsverðar. Til þess að tryggja framkvæmd þessara veigamiklu áherslubreytinga er mikilvægt að kveikja áhuga og skilning víða. Lykilatriði er fá til samstarfs bæði fagfólk og annað sérhæft starfsfólk og tryggja þjálfun og innleiðingu í samræmi við áherslur stjórnvalda um einstaklingsbundna þjónustu á eigin heimili. Liður í umbreytingarferlinu verði jafnframt endurskoðun á fjárhagslegri umgjörð málaflokksins, þ.m.t. fjármögnun stofnanavistunar og greiðsluþátttöku einstaklinga. Markmið um persónulegt og fjárhagslegt sjálfræði og sjálfstæði verði virt í öllu tilliti. Endurskoðun almannatryggingakerfisins er síðan sjálfstætt og brýnt verkefni sem æskilegt er að unnið verði að samhliða. Þar eru álitaefnin mörg, m.a. um vaxandi áhrif lífeyrissjóðsgreiðslna hjá eldra fólki og tengsl þeirra við greiðslur almannatrygginga. Hluti af verkefninu verði þróun á reiknilíkani sem geri sveitarfélögum kleift að veita viðeigandi, markvissa og breytilega þjónustu eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Með því að undirstrika viðhorfs- og stefnubreytingu verði lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 endurskoðuð í því augnamiði að þau verði felld úr gildi. Mikilvægt er að vandað verði til undirbúnings og faglegur og fjárhagslegur ávinningur gerður mælanlegur, metinn reglulega og verkefninu skipt í tímasetta áfanga. Það á bæði við um þá margvíslegu þætti sem snúa að ríkisvaldinu og sveitarfélögum en ekki síst að þeim sem eiga mestra hagsmuna að gæta, hinum öldruðu sjálfum. Um þessi atriði fjallar hófstillt en á sama tíma róttæk og löngu tímabær þingsályktunartillaga okkar í Samfylkingunni, sem nánar má lesa um á vef Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Guðjón S. Brjánsson Eldri borgarar Samfylkingin Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum. Ný sýn stjórnvalda auðveldi eldra fólki umskipti í aðgengilegt húsnæði með virkum, þekktum og raunhæfum leiðum. Stefnuleysi og takmörkuð framtíðarsýn hefur ríkt í málaflokknum og brýnt að stjórnvöld stigi skref í þessa átt, sýni frumkvæði, forgangsraði með nýjum hætti og greiði með beinni aðkomu fyrir stórauknu framboði á hentugum og öruggum búsetumöguleikum. Beinir hvatar geta m.a. falist í fjárhagslegri fyrirgreiðslu þar sem það á við. Allt til þess að tóna niður áralanga og kostnaðarsama stofnanavistun. Í þessu sambandi verði fjölmargir möguleikar á sviði heilbrigðis- og velferðartækni nýttir eins og þekkt er víða um lönd. Sérstakt þróunarverkefni verði sett á laggirnar varðandi þennan þátt. Að þessu beinist okkar sýn í Samfylkingunni og áskoranir gagnvart fagfólki sem velur sér öldrunarþjónustu sem starfsvettvang eru talsverðar. Til þess að tryggja framkvæmd þessara veigamiklu áherslubreytinga er mikilvægt að kveikja áhuga og skilning víða. Lykilatriði er fá til samstarfs bæði fagfólk og annað sérhæft starfsfólk og tryggja þjálfun og innleiðingu í samræmi við áherslur stjórnvalda um einstaklingsbundna þjónustu á eigin heimili. Liður í umbreytingarferlinu verði jafnframt endurskoðun á fjárhagslegri umgjörð málaflokksins, þ.m.t. fjármögnun stofnanavistunar og greiðsluþátttöku einstaklinga. Markmið um persónulegt og fjárhagslegt sjálfræði og sjálfstæði verði virt í öllu tilliti. Endurskoðun almannatryggingakerfisins er síðan sjálfstætt og brýnt verkefni sem æskilegt er að unnið verði að samhliða. Þar eru álitaefnin mörg, m.a. um vaxandi áhrif lífeyrissjóðsgreiðslna hjá eldra fólki og tengsl þeirra við greiðslur almannatrygginga. Hluti af verkefninu verði þróun á reiknilíkani sem geri sveitarfélögum kleift að veita viðeigandi, markvissa og breytilega þjónustu eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Með því að undirstrika viðhorfs- og stefnubreytingu verði lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 endurskoðuð í því augnamiði að þau verði felld úr gildi. Mikilvægt er að vandað verði til undirbúnings og faglegur og fjárhagslegur ávinningur gerður mælanlegur, metinn reglulega og verkefninu skipt í tímasetta áfanga. Það á bæði við um þá margvíslegu þætti sem snúa að ríkisvaldinu og sveitarfélögum en ekki síst að þeim sem eiga mestra hagsmuna að gæta, hinum öldruðu sjálfum. Um þessi atriði fjallar hófstillt en á sama tíma róttæk og löngu tímabær þingsályktunartillaga okkar í Samfylkingunni, sem nánar má lesa um á vef Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun