Þrír fórust þegar smyglbát hvolfdi við strendur San Diego Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 10:43 Að sögn björgunaraðila brotnaði báturinn í þúsund mola. AP/Denis Poroy Þrír fórust og tugir slösuðust þegar bátur hvolfdi og strandaði við strendur San Diego í Bandaríkjunum í morgun. Talið er að báturinn hafi verið notaður til að smygla farþegum til Bandaríkjanna. Hjálparbeiðni barst um klukkan 10:30 í gærmorgun að staðartíma eftir að fólk í landi sá bátinn hvolfa nærri Point Loma skaganum. Að sögn talsmanns björgunarsveitar San Diego var upprunalega talið að aðeins nokkrir hafi verið um borð í bátnum en þegar björgunaraðilar hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að um tugi væri að ræða. Björgunarfólki tókst að draga sjö í land, þar á meðal þrjá sem voru látnir að sögn Rick Romero talsmanns sjóbjörgunarsveitar San Diego. Þá tókst að bjarga einum sem var í sjálfheldu við kletta á strandlengjunni en 22 tókst að komast sjálfir í land. Þrír fórust og 27 voru fluttir slasaðir á sjúkrahús í morgun.AP/Denis Poroy „Þegar við komum á vettvang var báturinn í molum,“ sagði Romero í samtali við fréttastofu AP í morgun. „Aðstæður voru mjög erfiðar: fimm til sex feta háar öldur, mikill vindur og kuldi.“ Alls 27 voru fluttir á sjúkrahús og voru þeir mismikið slasaðir. Einhverjir höfðu ofkælst að sögn Romeros. Flestir voru þó í það góðu ásigkomulagi að þeir gátu sjálfir gengið í sjúkrabílana sem biðu þeirra. Jeff Stephenson, starfsmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sagði í samtali við fréttamiðla vestanhafs að líklegast sé að um smyglbát hafi verið að ræða. Báturinn, sem var um 12 metra langur, sé þó stærri en þeir sem smyglhringir noti til að ferja fólk frá Mexíkó til Bandaríkjanna og ekki sé búið að komast að því hverrar þjóðar farþegarnir séu. Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Hjálparbeiðni barst um klukkan 10:30 í gærmorgun að staðartíma eftir að fólk í landi sá bátinn hvolfa nærri Point Loma skaganum. Að sögn talsmanns björgunarsveitar San Diego var upprunalega talið að aðeins nokkrir hafi verið um borð í bátnum en þegar björgunaraðilar hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að um tugi væri að ræða. Björgunarfólki tókst að draga sjö í land, þar á meðal þrjá sem voru látnir að sögn Rick Romero talsmanns sjóbjörgunarsveitar San Diego. Þá tókst að bjarga einum sem var í sjálfheldu við kletta á strandlengjunni en 22 tókst að komast sjálfir í land. Þrír fórust og 27 voru fluttir slasaðir á sjúkrahús í morgun.AP/Denis Poroy „Þegar við komum á vettvang var báturinn í molum,“ sagði Romero í samtali við fréttastofu AP í morgun. „Aðstæður voru mjög erfiðar: fimm til sex feta háar öldur, mikill vindur og kuldi.“ Alls 27 voru fluttir á sjúkrahús og voru þeir mismikið slasaðir. Einhverjir höfðu ofkælst að sögn Romeros. Flestir voru þó í það góðu ásigkomulagi að þeir gátu sjálfir gengið í sjúkrabílana sem biðu þeirra. Jeff Stephenson, starfsmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sagði í samtali við fréttamiðla vestanhafs að líklegast sé að um smyglbát hafi verið að ræða. Báturinn, sem var um 12 metra langur, sé þó stærri en þeir sem smyglhringir noti til að ferja fólk frá Mexíkó til Bandaríkjanna og ekki sé búið að komast að því hverrar þjóðar farþegarnir séu.
Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira