Langþreyta þjóðar útskýrð fyrir Heiðrúnu Lind Haukur Viður Alfreðsson skrifar 3. maí 2021 07:30 Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun