Velferð allra landsmanna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 2. maí 2021 21:30 Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi .
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun