Hagsmunir og skoðanir íbúa lítils virði Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:30 Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar