Hagsmunir og skoðanir íbúa lítils virði Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:30 Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun